Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. apríl 2022 12:31 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist hafa óskað eftir því við sitt nánasta fólk að það keypti ekki í útboði á Íslandsbanka í fyrra. Ekki hafi hvarflað að sér að faðir sinn myndi kaupa í fagfjárfestaútboðinu í síðasta mánuði. Vísir/Einar Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. Gagnrýnt hefur verið að faðir fjármálaráðherra, Benedikt Sveinsson, hafi keypt hlut í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins í bankanum. En hann keypti fyrir samtals 55 milljónir króna í gegnum félag sitt Hafsilfur ehf. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist hafa óskað eftir því við nánustu fjölskyldu sína í fyrra útboði á hlut ríkisisns í bankanum á síðasta ári að fólk keypti ekki hluti. Það hafi því komið sér verulega á óvart að sjá að pabbi sinn var meðal kaupenda í fagfjárfestaútboðinu nú í mars. „Ég talaði við mitt fólk fyrir almenna útboðið á bankanum í fyrra og bað þau um að taka ekki þátt í því. Ég tók sjálfur ekki þátt þá eins fram hefur komið og mæltist með því að aðrir í fj0lskyldunni gerðu það líka. Það hvarflaði ekki að mér að það myndi gerast í þetta skiptið,“ segir Bjarni. Aðspurður um hvort hann sé búinn að heyra í pabba sínum vegna málsins svarar Bjarni. „Hvað heldur þú.“ Bjarni villl ekki tjá sig um hvað þeirra hafi farið á milli, það eigi ekki erindi til fjölmiðla. Aðspurður um hvaða skýringar faðir hans hafi gefið segir Bjarni. „Ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér.“ Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58 Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Gagnrýnt hefur verið að faðir fjármálaráðherra, Benedikt Sveinsson, hafi keypt hlut í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins í bankanum. En hann keypti fyrir samtals 55 milljónir króna í gegnum félag sitt Hafsilfur ehf. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist hafa óskað eftir því við nánustu fjölskyldu sína í fyrra útboði á hlut ríkisisns í bankanum á síðasta ári að fólk keypti ekki hluti. Það hafi því komið sér verulega á óvart að sjá að pabbi sinn var meðal kaupenda í fagfjárfestaútboðinu nú í mars. „Ég talaði við mitt fólk fyrir almenna útboðið á bankanum í fyrra og bað þau um að taka ekki þátt í því. Ég tók sjálfur ekki þátt þá eins fram hefur komið og mæltist með því að aðrir í fj0lskyldunni gerðu það líka. Það hvarflaði ekki að mér að það myndi gerast í þetta skiptið,“ segir Bjarni. Aðspurður um hvort hann sé búinn að heyra í pabba sínum vegna málsins svarar Bjarni. „Hvað heldur þú.“ Bjarni villl ekki tjá sig um hvað þeirra hafi farið á milli, það eigi ekki erindi til fjölmiðla. Aðspurður um hvaða skýringar faðir hans hafi gefið segir Bjarni. „Ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér.“
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58 Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
„Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58
Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55