Viðskipti innlent

Stöðva fram­leiðslu á Ísey skyri í Rúss­landi

Eiður Þór Árnason skrifar
Ísey skyr fæst nú víða um heim. 
Ísey skyr fæst nú víða um heim.  Vísir

Ísey útflutningur ehf. hefur rift leyfissamningi sínum við rússneska félagið IcePro um framleiðslu og dreifingu á skyri undir merkjum ISEY-skyr fyrir Rússlandsmarkað. Á sama tíma hefur Kaupfélag Skagfirðinga dregið sig úr eignarhaldi á félaginu IcePro.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísey útflutningi, dótturfélagi Auðhumlu sem á 80% hlut í MS á móti Kaupfélagi Skagfirðinga (KS). Félagið segir að leyfissamningurinn hafi verið til skoðunar vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu.

„Því er ljóst að framleiðslu á skyri undir merkjum ISEY-skyr í Rússlandi verður hætt og þar með er engin starfsemi á vegum þessara fyrirtækja í Rússlandi. Í ljósi umræðna um sölu á Ísey skyri í Rússlandi er vert að taka fram að aldrei hefur verið flutt út skyr frá Íslandi til Rússlands.“

Forsvarsmenn KS og Ísey útflutnings segja að þess í stað hafi IcePro, sem var í eigu KS og rússneskra aðila, hafið framleiðslu og dreifingu á skyri í Rússlandi árið 2018.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×