Viðskipti innlent

Munu fljúga til Liver­pool og Genfar næsta vetur

Atli Ísleifsson skrifar
Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Sóli Hólm, formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi.
Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Sóli Hólm, formaður Liverpool-samfélagsins á Íslandi. Play

Flugfélagið Play hyggst fljúga til Liverpool í Englandi og Genf í Sviss næsta vetur. Flogið verður tvisvar í viku til beggja áfangastaðanna.

Í tilkynningu frá Play segir að flogið verði til Liverpool á mánudögum og föstudögum, til og frá John Lennon-flugvellinum, frá nóvember 2022 fram að miðjum apríl árið 2023.

Þá verði Genf nýr skíðaáfangastaður flugfélagsins árið 2023. Verður flogið til Genfar-flugvallar tvisvar í viku frá 1. febrúar til 23. mars.

Í tilkynningunni segir að Play hafi ekki farið varhluta af áhuga íslenskra stuðningsmanna fótboltaliðsins Liverpool á að geta flogið beint til Liverpool. Segir að formaður Liverpool-samfélagsins hér á landi, uppistandarinn Sólmundur Hólm, hafi undanfarið lagt hart að Birgi Jónssyni, forstjóra flugfélagsins, að félagið hefji áætlunarflug til Liverpool.

Haft er eftir Sólmundi að að það hafi reynt mjög á og verið stuðandi fyrir stuðningsmenn Liverpool að hafa þurft að fljúga til Manchester, heimaborgar erkifjendanna, til að komast á völlinn til að sjá sína men spila á Anfield. Það sé nú úr sögunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×