Framhaldsskólaleikarnir: Sjáðu Tækniskólann tryggja sér titilinn annað árið í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. apríl 2022 23:00 Ousic tryggir Tækniskólanum sigurinn þegar hann kemur liðinu í 3-1 í oddaleik í Rocket League. Stöð 2 eSport Tækniskólinn tryggði sér sigur á Framhaldsskólaleikum Rafíþróttasamtaka Íslands með sigri gegn FVA í úrslitaviðureigninni síðastliðinn fimmtudag. Þetta er annað árið sem Framhaldsskólaleikarnir eru haldnir og í bæði skiptin hefur Tækniskólinn tekið titilinn með sér heim. Skólarnir hófu leik í CS:GO og þar var það Tækniskólinn sem hafði betur. Því næst var keppt í FIFA, en þar voru það liðsmenn FVA sem báru sigur úr býtum og því var ljóst að úrslitin myndur ráðast í Rocket League. Í Rocket League þarf að vinna tvo af þrem leikjum til að sigra viðureignina. Tækniskólinn vann fyrsta leikinn, en FVA hafði betur í öðrum leiknum og því réðust úrslitin í oddaleik. Það voru að lokum liðsmenn tækniskólans sem tryggðu sér sigur á Framhaldsskólaleikunum. Liðið vann 3-2 sigur í lokaleiknum þar sem Ousic skoraði sigurmark Tækniskólans þegar aðeins 40 sekúndur voru eftir, en Bergur lagaði stöðuna fyrir FVA 15 sekúndum síðar. Kristján Einar Kristjánsson lýsti viðureigninni og hann var vægast sagt spenntur á lokasekúndunum. Seinustu andartök viðureignarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: FRÍS: Tækniskólinn tryggir sér titilinn Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Þetta er annað árið sem Framhaldsskólaleikarnir eru haldnir og í bæði skiptin hefur Tækniskólinn tekið titilinn með sér heim. Skólarnir hófu leik í CS:GO og þar var það Tækniskólinn sem hafði betur. Því næst var keppt í FIFA, en þar voru það liðsmenn FVA sem báru sigur úr býtum og því var ljóst að úrslitin myndur ráðast í Rocket League. Í Rocket League þarf að vinna tvo af þrem leikjum til að sigra viðureignina. Tækniskólinn vann fyrsta leikinn, en FVA hafði betur í öðrum leiknum og því réðust úrslitin í oddaleik. Það voru að lokum liðsmenn tækniskólans sem tryggðu sér sigur á Framhaldsskólaleikunum. Liðið vann 3-2 sigur í lokaleiknum þar sem Ousic skoraði sigurmark Tækniskólans þegar aðeins 40 sekúndur voru eftir, en Bergur lagaði stöðuna fyrir FVA 15 sekúndum síðar. Kristján Einar Kristjánsson lýsti viðureigninni og hann var vægast sagt spenntur á lokasekúndunum. Seinustu andartök viðureignarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: FRÍS: Tækniskólinn tryggir sér titilinn
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira