Viðskipti innlent

Tekur við starfi sam­skipta­stjóra BSRB

Atli Ísleifsson skrifar
Freyja Steingrímsdóttir.
Freyja Steingrímsdóttir. BSRB

Freyja Steingrímsdóttir hefur verið ráðin nýr samskiptastjóri BSRB og mun hún hefja þar störf um mánaðarmótin.

Frá þessu segir í tilkynningu frá BSRB, en samskiptastjóri stuðlar að sýnileika bandalagsins í opinberri umræðu, ber ábyrgð á kynningarmálum og samskiptum við fjölmiðla auk þess að vinna náið með forystu BSRB að stefnumótun og hagsmuna- og réttindabaráttu starfsmanna í almannaþjónustu.

„Freyja er stjórnmálafræðingur að mennt með sérhæfingu í jafnréttisfræðum og hefur umfangsmikla reynslu af almannatengslum, stefnumótun, stjórnsýslu og ýmis konar málefnaherferðum. 

Hún vann áður á Alþingi sem aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar og fyrir það sem ráðgjafi hjá Indigo Strategies þar sem hún stýrði stórum verkefnum fyrir regnhlífarsamtök evrópskra verkalýðshreyfinga og sinnti bæði stefnumótun og hagsmunabaráttu í þágu launafólks í Evrópu. 

Hún hefur m.a. starfað hjá Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, Eftirlitsstofnun EFTA og Evrópuþinginu,“ segir í tilkynningunni. 

Brjánn Jónasson gegndi áður stöðunni en hann tók nýverið við starfi upplýsingafulltrúa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×