Ljósleiðaradeildin í beinni: Fylkir fær einn séns til að bjarga sér frá falli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. mars 2022 20:11 Eins og alla þriðjudaga er Ljósleiðaradeildin í CS:GO í beinni útsendingu hér á Vísi. Leikir kvöldsins eru liður í lokaumferð deildarkeppninnar áður en Stórmeistaramótið tekur við, en Fylkir og SAGA mætast í fyrri viðureign kvöldsins. SAGA situr í sjötta sæti deildarinnar og fer hvorki upp né niður sama hvernig fer í kvöld. Leikurinn er hins vegar mun mikilvægari fyrir leikmenn Fylkis, en sigur lyftir þeim upp af botninum og upp fyrir Kórdrengi á betri árangri í innbyrðis viðureginum. Síðari Kórdrengir mæta svo til leiks í síðari viðureign kvöldsins þegar þeir mæta Þór. Það veltur allt á því hvernig fer hjá Fylkismönnum hvort eitthvað sé undir hjá Kórdrengjum. Eins og þeir sem fylgjast með Ljósleiðaradeildinni vita þá fellur liðið í neðsta sæti beint niður um deild, en liðið sem endar í næst neðsta sæti fer í umspil við liðið í öðru sæti í deildinni fyrir neðan. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá viðureignum kvöldsins á Stöð 2 eSport, eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn
Leikir kvöldsins eru liður í lokaumferð deildarkeppninnar áður en Stórmeistaramótið tekur við, en Fylkir og SAGA mætast í fyrri viðureign kvöldsins. SAGA situr í sjötta sæti deildarinnar og fer hvorki upp né niður sama hvernig fer í kvöld. Leikurinn er hins vegar mun mikilvægari fyrir leikmenn Fylkis, en sigur lyftir þeim upp af botninum og upp fyrir Kórdrengi á betri árangri í innbyrðis viðureginum. Síðari Kórdrengir mæta svo til leiks í síðari viðureign kvöldsins þegar þeir mæta Þór. Það veltur allt á því hvernig fer hjá Fylkismönnum hvort eitthvað sé undir hjá Kórdrengjum. Eins og þeir sem fylgjast með Ljósleiðaradeildinni vita þá fellur liðið í neðsta sæti beint niður um deild, en liðið sem endar í næst neðsta sæti fer í umspil við liðið í öðru sæti í deildinni fyrir neðan. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá viðureignum kvöldsins á Stöð 2 eSport, eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn