Leikmaður Fram fékk far með KA/Þór á Skíðamót Íslands og vann tvenn verðlaun þar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2022 09:00 Harpa María Friðgeirsdóttir í fullum skrúða. vísir/vilhelm Helgin var afar viðburðarík hjá íþróttakonunni fjölhæfu, Hörpu Maríu Friðgeirsdóttur. Á laugardaginn spilaði hún með Fram gegn Íslandsmeisturum KA/Þórs í Olís-deild kvenna. Eftir leikinn fór hún til Dalvíkur þar sem Skíðamót Íslands fór fram og vann þar tvenn verðlaun. Í íslenskri íþróttasögu eru fjölmörg dæmi um íþróttamenn sem stunda tvær eða jafnvel þrjár íþróttir. En dæmin um íþróttamenn sem stunda boltaíþrótt og vetraríþrótt eru ekki mörg. En Harpa tilheyrir þessum fámenna hópi og hún keppti í báðum greinum um helgina. Harpa skoraði eitt mark og fiskaði eitt vítakast í leiknum gegn KA/Þór sem Fram tapaði, 27-30. Hún náði þó varla að kasta mæðinni eftir leik því þá var förinni heitið norður á land til að keppa á Skíðamóti Íslands. Og hún fékk aðstoð frá mótherjum sínum í KA/Þór til að komast þangað. „Ég keppti gegn KA/Þór og því miður töpuðum við þeim leik með þremur mörkum. Ég var búinn að tala við Unni Ómars í KA/Þór um hvort ég gæti ekki fengið far með þeim norður. Og eftir leikinn fór ég beint upp í rútu með þeim norður,“ sagði Harpa í samtali við Vísi. Hún kom til Siglufjarðar seint á laugardagskvöldið. Morguninn eftir hélt hún svo til Dalvíkur og um klukkan ellefu hófst keppni í stórsvigi. „Ég náði tveimur æfingum áður en ég fór beint í stórsvigið,“ sagði Harpa. Ferðalagið virtist ekki sitja í henni því hún vann til bronsverðlauna í stórsvigi. Daginn eftir, á mánudaginn, vann Harpa svo silfur í samhliðasvigi. Ekkert frí og engin þreyta Einhver hefði kannski tekið sér smá frí eftir þessa þriggja daga keyrslu en ekki Harpa. „Nei, nei. Það er ekkert frí. Það er handboltaæfing í kvöld [í gær],“ sagði Harpa. Hún er þó öllu von þegar kemur að því að halda tveimur boltum á lofti. „Það hefur alveg komið fyrir að ég keppi á bikarmóti í Bláfjöllum um daginn og spili svo handboltaleik um kvöldið. En þetta hefur ekki áður verið svona.“ Harpa leikur í vinstra horninu.vísir/Hulda Margrét Harpa þvertekur að vera þreytt eftir helgina. „Nei, nei. Ég er bara góð og vön þessu,“ sagði hún. Harpa byrjaði á skíðum þegar hún var aðeins fjögurra ára og svo í handbolta þegar hún hóf grunnskólanám. Þótt hún keppi enn í báðum greinum er handboltinn númer eitt. „Ég hætti í raun á skíðum fyrir nokkrum árum til að einbeita mér að handboltanum en keppi alveg slatta. Ég held ég hafi náð þremur skíðaæfingum í vetur en ég keppi meðan ég get,“ sagði Harpa. Hún segist ekki hafa hugmynd um af hverju hún valdi handboltann fram yfir skíðin. „Í alvörunni veit það ekki. Mér finnast báðar greinar ótrúlega skemmtilegar en ég veit ekki af hverju ég valdi handboltann,“ sagði Harpa. Stolt af stóru systur Hún er ekki eina afrekskonan á skíðum í fjölskyldunni. Föðursystir hennar, Ásta Sigríður Halldórsdóttir, var margfaldur Íslandsmeistari og keppti á Vetrarólympíuleikunum 1992 og 1994. Og eldri systir hennar er Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir sem keppti í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum í Peking í síðasta mánuði. „Það var magnað að fylgjast með henni og maður er ótrúlega stoltur af henni. Hún er búin að standa sig mjög vel síðustu ár og það var mjög gaman að fylgjast með Vetrarólympíuleikunum og sjá hvað hún stóð sig vel á stærsta sviðinu,“ sagði Harpa en Hólmfríður endaði í 38. sæti í svigi í Peking. Hólmfríður, sem er tveimur árum eldri en Harpa, keppti einnig á Skíðamótinu á Dalvík um helgina og vann gull í svigi og stórsvigi. Fékk smjörþefinn af landsliðinu í Tékklandi Harpa, sem leikur í vinstra horninu, hefur skorað 58 mörk fyrir Fram í Olís-deildinni í vetur. Hún hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands og lék með B-landsliðinu á móti í Tékklandi í nóvember í fyrra. A-landsliðið var á móti á sama stað á sama tíma og Harpa fékk því nasaþefinn af landsliðsumhverfinu í Tékklandi. Þótt Harpa æfi ekki skíði að staðaldri keppir hún enn.vísir/vilhelm „Það var mjög gaman og eitthvað sem maður hefur alltaf stefnt á. Það var virkilega gaman og mjög hvetjandi til að gera betur,“ sagði Harpa. Framundan er skemmtilegasti tími ársins hjá íslensku handboltafólki, þegar úrslitakeppnin hefst og allt er undir. Eins og venjulega er stefnan sett á Íslandsmeistaratitil hjá Fram. „Auðvitað en við ætlum að klára deildina fyrst. Við eigum þrjá leiki eftir þar,“ sagði Harpa en Fram er með eins stigs forskot á toppi Olís-deildarinnar. Í næstsíðustu umferðinni mætir Fram Val en það gæti orðið úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. „Við stefnum á að klára deildina og viljum vinna alla titla. Íslandsmeistaratitilinn verður næsta markmið.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Fram Skíðaíþróttir Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Í íslenskri íþróttasögu eru fjölmörg dæmi um íþróttamenn sem stunda tvær eða jafnvel þrjár íþróttir. En dæmin um íþróttamenn sem stunda boltaíþrótt og vetraríþrótt eru ekki mörg. En Harpa tilheyrir þessum fámenna hópi og hún keppti í báðum greinum um helgina. Harpa skoraði eitt mark og fiskaði eitt vítakast í leiknum gegn KA/Þór sem Fram tapaði, 27-30. Hún náði þó varla að kasta mæðinni eftir leik því þá var förinni heitið norður á land til að keppa á Skíðamóti Íslands. Og hún fékk aðstoð frá mótherjum sínum í KA/Þór til að komast þangað. „Ég keppti gegn KA/Þór og því miður töpuðum við þeim leik með þremur mörkum. Ég var búinn að tala við Unni Ómars í KA/Þór um hvort ég gæti ekki fengið far með þeim norður. Og eftir leikinn fór ég beint upp í rútu með þeim norður,“ sagði Harpa í samtali við Vísi. Hún kom til Siglufjarðar seint á laugardagskvöldið. Morguninn eftir hélt hún svo til Dalvíkur og um klukkan ellefu hófst keppni í stórsvigi. „Ég náði tveimur æfingum áður en ég fór beint í stórsvigið,“ sagði Harpa. Ferðalagið virtist ekki sitja í henni því hún vann til bronsverðlauna í stórsvigi. Daginn eftir, á mánudaginn, vann Harpa svo silfur í samhliðasvigi. Ekkert frí og engin þreyta Einhver hefði kannski tekið sér smá frí eftir þessa þriggja daga keyrslu en ekki Harpa. „Nei, nei. Það er ekkert frí. Það er handboltaæfing í kvöld [í gær],“ sagði Harpa. Hún er þó öllu von þegar kemur að því að halda tveimur boltum á lofti. „Það hefur alveg komið fyrir að ég keppi á bikarmóti í Bláfjöllum um daginn og spili svo handboltaleik um kvöldið. En þetta hefur ekki áður verið svona.“ Harpa leikur í vinstra horninu.vísir/Hulda Margrét Harpa þvertekur að vera þreytt eftir helgina. „Nei, nei. Ég er bara góð og vön þessu,“ sagði hún. Harpa byrjaði á skíðum þegar hún var aðeins fjögurra ára og svo í handbolta þegar hún hóf grunnskólanám. Þótt hún keppi enn í báðum greinum er handboltinn númer eitt. „Ég hætti í raun á skíðum fyrir nokkrum árum til að einbeita mér að handboltanum en keppi alveg slatta. Ég held ég hafi náð þremur skíðaæfingum í vetur en ég keppi meðan ég get,“ sagði Harpa. Hún segist ekki hafa hugmynd um af hverju hún valdi handboltann fram yfir skíðin. „Í alvörunni veit það ekki. Mér finnast báðar greinar ótrúlega skemmtilegar en ég veit ekki af hverju ég valdi handboltann,“ sagði Harpa. Stolt af stóru systur Hún er ekki eina afrekskonan á skíðum í fjölskyldunni. Föðursystir hennar, Ásta Sigríður Halldórsdóttir, var margfaldur Íslandsmeistari og keppti á Vetrarólympíuleikunum 1992 og 1994. Og eldri systir hennar er Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir sem keppti í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum í Peking í síðasta mánuði. „Það var magnað að fylgjast með henni og maður er ótrúlega stoltur af henni. Hún er búin að standa sig mjög vel síðustu ár og það var mjög gaman að fylgjast með Vetrarólympíuleikunum og sjá hvað hún stóð sig vel á stærsta sviðinu,“ sagði Harpa en Hólmfríður endaði í 38. sæti í svigi í Peking. Hólmfríður, sem er tveimur árum eldri en Harpa, keppti einnig á Skíðamótinu á Dalvík um helgina og vann gull í svigi og stórsvigi. Fékk smjörþefinn af landsliðinu í Tékklandi Harpa, sem leikur í vinstra horninu, hefur skorað 58 mörk fyrir Fram í Olís-deildinni í vetur. Hún hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands og lék með B-landsliðinu á móti í Tékklandi í nóvember í fyrra. A-landsliðið var á móti á sama stað á sama tíma og Harpa fékk því nasaþefinn af landsliðsumhverfinu í Tékklandi. Þótt Harpa æfi ekki skíði að staðaldri keppir hún enn.vísir/vilhelm „Það var mjög gaman og eitthvað sem maður hefur alltaf stefnt á. Það var virkilega gaman og mjög hvetjandi til að gera betur,“ sagði Harpa. Framundan er skemmtilegasti tími ársins hjá íslensku handboltafólki, þegar úrslitakeppnin hefst og allt er undir. Eins og venjulega er stefnan sett á Íslandsmeistaratitil hjá Fram. „Auðvitað en við ætlum að klára deildina fyrst. Við eigum þrjá leiki eftir þar,“ sagði Harpa en Fram er með eins stigs forskot á toppi Olís-deildarinnar. Í næstsíðustu umferðinni mætir Fram Val en það gæti orðið úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. „Við stefnum á að klára deildina og viljum vinna alla titla. Íslandsmeistaratitilinn verður næsta markmið.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Fram Skíðaíþróttir Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira