Viðskipti innlent

Fót­bolta­kempa ráðin sölu­stjóri gæða­lausna Origo

Atli Ísleifsson skrifar
Ísleifur Örn Guðmundsson.
Ísleifur Örn Guðmundsson. Aðsend

Ísleifur Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn sölustjóri gæða- og innkaupalausna hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo og verður hlutverk hans að stýra og efla sölustarf deildarinnar.

Í tilkynningu segir að Ísleifur Örn hafi undanfarin ár starfað sem framkvæmdarstjóri innflutningsfyrirtækisins Habitus.

„Þá hefur hann einnig starfað sem sölu- og markaðstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Safari Quads og tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum tengt stjórnun og stefnumótun.

Ísleifur Örn stundaði og lauk BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun frá University of Alabama in Huntsville í Bandaríkjunum og Háskóla Íslands.

Ísleifur er tveggja barna faðir og á að baki fótboltaferil með ÍA og í háskólaboltanum í Bandaríkjunum,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×