Fasteignamartröð sem endaði farsællega Eiður Þór Árnason skrifar 27. mars 2022 10:01 Elvu Hrönn Hjartardóttur og Andra Reyr Haraldssyni tókst loksins að komast af komast af leigumarkaðnum. Samsett Hjón í fasteignaleit voru við það að leggja upp laupana og fara til Tenerife þegar tilboð þeirra var samþykkt eftir nítján mánaða þrautagöngu. Þau segja flestallt vinna á móti fyrstu kaupendum og ekkert útlit fyrir að staðan á fasteignamarkaði komi til með að skána á næstunni. Þegar séreignaúrræði stjórnvalda brást tóku þau yfirdrátt til að brúa bilið á lokametrunum. Athygli vakti þegar Elva Hrönn Hjartardóttir greindi frá því í febrúar að ásett verð íbúðar sem hjónin höfðu skoðað hafi hækkað um tíu milljónir króna á þremur mánuðum. Elva og eiginmaður hennar Andri Reyr Haraldsson höfðu þá leitað lengi að hentugri íbúð í Reykjavík fyrir fjögurra manna fjölskyldu sína með engum árangri. Að því loknu hélt baráttan áfram. „Við buðum áfram í fjöldann allan af íbúðum, misjafnlega mikið yfir sett verð og alltaf vorum við einhvers staðar neðarlega í röðinni. Við vorum eiginlega alveg að missa lífsviljann nánast og vorum eiginlega komin á það að slá þessu öllu upp í kæruleysi, taka bara peninginn sem við vorum með, fara til Tene með krakkana og gefa þetta bara upp á bátinn. Við vorum alveg að gefast upp,“ segir Elva nú rúmum mánuði síðar. Þau hafi verið orðin buguð og vonlaus þegar þeim barst afdrifaríkt símtal frá fasteignasala og skrifuðu í kjölfarið undir kaupsamning 16. mars. Um er að ræða fimm herbergja íbúð í 108 Reykjavík en Elva kýs að upplýsa ekki um nákvæma staðsetningu af virðingu við núverandi íbúa. Íbúðin er um 120 fermetrar að stærð og borguðu hjónin yfir 60 milljónir króna fyrir fasteignina. Elva segir að hún hafi ekki verið spennt fyrir íbúðinni í fyrstu þar sem bæði þarfnist hún úrbóta og sé staðsett utan þess svæðis sem þau hafi skoðað. Hún horfði fyrst fram hjá íbúðinni en segir að Andri hafi eindregið viljað láta á þetta reyna. „Hún er töluvert stærri en við höfum verið að skoða og leita að en það þarf að gera fullt fyrir hana. Þetta er íbúð í 108 sem er komin til ára sinna, virkilega flott en það þarf alveg smá aðhald, ást og umhyggju. Mér fannst það eitthvað svo mikið verkefni, og ég veit alveg að svona framkvæmdir kosta sitt sem myndi leggjast ofan á ásett verð, en hann var alveg harður á þessu og við ákváðum að bjóða í hana.“ Börnin þurfi nú að læra að nota strætó Elva segir að þarna hafi fasteignasali í fyrsta sinn upplýst þau um að hærra tilboð væri komið í eignina og boðið þeim að hækka sig. Kauptilboð þeirra hafi að lokum orðið fyrir valinu og það hafi unnið með þeim að þau væru mjög sveigjanleg með afhendingartíma. „Við loksins fengum íbúð á alveg fínum stað en hins vegar ekki í skólahverfinu, þannig að börnin læra bara að nota strætó.“ Þau hafi vissulega þurft að hnika leitarskilyrðum sínum til en náð að uppfylla þá helstu ósk að bæði börnin fengi loks sitt eigið herbergi. Hjónin fengu mikil viðbrögð við fyrri umfjöllun um raunir þeirra á fasteignamarkaði.Vísir „Þetta voru eldri hjón sem áttu þessa íbúð og hún bara óx með þeim. Í dag er ég bara rosalega spennt fyrir þessu öllu og líst rosalega vel á. VIð bjuggumst aldrei við þessu, aldrei. Þannig að við erum enn þá smá að átta okkur á þó við séum búin að skrifa undir kaupsamning. Ég held að við komum ekki til með að trúa þessu fyrr en við erum flutt inn,“ segir Elva. Hún hefur misst töluna á því hversu mörg tilboð hjónin hafa gert í íbúðir á síðastliðnum nítján mánuðum en segir að þau séu vel yfir tíu talsins. Ekki efni á því að bíða lengur Fyrstu íbúðakaupendum býðst að nýta séreignasparnað sinn upp í útborgun sem hluta af sérstöku úrræði stjórnvalda. Þegar kom að því að nýta úrræðið kom í ljós að Elva og Andri þurftu að vera komin með þinglýstan kaupsamning áður en þau gátu leyst út séreignina. Elva gagnrýnir þetta skilyrði og segir það hafa komið í veg fyrir að þau gætu nýtt úrræðið til að brúa bilið. Þess í stað hafi þau tekið út yfirdrátt með tilheyrandi vaxtakostnaði. „Við vorum bara komin þangað og hugsuðum að við ætluðum bara að redda þessu því við hefðum ekki efni á því að bíða lengur.“ „Þegar þú ert að skrifa undir kaupsamninginn þá þarftu að vera komin með allar upphæðir á hreint og þú þarf að vera komin með allt inn á þinn reikning, svo þetta er ekki að tala saman,“ segir Elva og furðar sig á þessu fyrirkomulagi. Þess í stað ætla þau að nýta séreignina til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði húsnæðislánanna. Ómögulegt ástand ríki á fasteignamarkaðnum og ekki sé eðlilegt að gera ráð fyrir því að foreldrar geti hjálpað börnunum sínum að kaupa fyrstu íbúð. „Verðið er orðið það hátt á fasteignum að fólk á bara erfitt með að safna fyrir fyrstu útborgun, því svo er leigumarkaðurinn heldur ekkert grín,“ bætir Elva við. Ljúft og skylt að upplýsa þjóðina um málalok Margir settu sig í samband við Elvu og Andra eftir að þau deildu erfiðri reynslu sinni af fasteignamarkaðnum í febrúar. Elva segir að fjöldi ókunnugra hafi sent þeim skilaboð á samfélagsmiðlum og stöðvað þau á förnum vegi. „Ég fékk símhringingu frá bláókunnugum manni og við enduðum á því að tala saman alveg heillengi um stöðuna á fasteignamarkaðnum. Ég held að fólk hafi beðið eftir því að þessi umræða kæmi upp en ekki vitað einhvern veginn hvernig það ætti að snúa sér.“ „Fólk sem ég hitti á förnum vegi kemur upp að mér og spyr hvort við séum ekki hjónin sem vorum í fréttum um daginn með íbúðamálin. Það er ótrúlega gaman og í rauninni finnst mér þetta ekki bara vera okkar mál af því að við erum búin að vera svolítið með alþjóð í þessu. Núna finnst mér ég þurfa að upplýsa fólk að það er von þarna og ljós við enda ganganna.“ Elva og Andri ræddu stöðuna á fasteignamarkaðnum í fréttum Stöðvar 2 í febrúar. Fólk hafi jafnvel spurt hvort þau hafi fengið íbúðina vegna þess að þau fóru í fjölmiðla. Elva segist efast það stórlega og ekki vita til þess að seljendurnir hafi séð umfjöllunina. „Við fórum náttúrlega bara í fjölmiðla vegna þess að við vildum vekja athygli á ástandinu sem ríkir þarna og hversu slæmt það er orðið og við erum svo langt frá því að vera ein um þetta. Það þarf að gera mjög róttækar breytingar til að húsnæðismarkaðurinn fari ekki alveg í tómt tjón.“ Elva bætir við að lítið útlit sé fyrir að staðan á fasteignamarkaðnum komi til með að skána eitthvað á næstunni og aðgerða sé þörf. Hún þurfi þó ekki lengur að lifa í vonleysi. „Við erum bara voðalega spennt. Þetta verður langtímaverkefni að gera íbúðina svolítið okkar og taka hana í gegn en við erum þá allavega að gera það fyrir okkar eigin eign en ekki annarra eins og á leigumarkaðnum.“ Hún segir erfitt að ráðleggja fólki í fasteignahugleiðingum en mikilvægt sé að gera strax markvissar áætlanir, byrja snemma að leita og vera dugleg að gera tilboð. „Og bara ekki gefast upp.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari. 19. febrúar 2022 11:23 Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Athygli vakti þegar Elva Hrönn Hjartardóttir greindi frá því í febrúar að ásett verð íbúðar sem hjónin höfðu skoðað hafi hækkað um tíu milljónir króna á þremur mánuðum. Elva og eiginmaður hennar Andri Reyr Haraldsson höfðu þá leitað lengi að hentugri íbúð í Reykjavík fyrir fjögurra manna fjölskyldu sína með engum árangri. Að því loknu hélt baráttan áfram. „Við buðum áfram í fjöldann allan af íbúðum, misjafnlega mikið yfir sett verð og alltaf vorum við einhvers staðar neðarlega í röðinni. Við vorum eiginlega alveg að missa lífsviljann nánast og vorum eiginlega komin á það að slá þessu öllu upp í kæruleysi, taka bara peninginn sem við vorum með, fara til Tene með krakkana og gefa þetta bara upp á bátinn. Við vorum alveg að gefast upp,“ segir Elva nú rúmum mánuði síðar. Þau hafi verið orðin buguð og vonlaus þegar þeim barst afdrifaríkt símtal frá fasteignasala og skrifuðu í kjölfarið undir kaupsamning 16. mars. Um er að ræða fimm herbergja íbúð í 108 Reykjavík en Elva kýs að upplýsa ekki um nákvæma staðsetningu af virðingu við núverandi íbúa. Íbúðin er um 120 fermetrar að stærð og borguðu hjónin yfir 60 milljónir króna fyrir fasteignina. Elva segir að hún hafi ekki verið spennt fyrir íbúðinni í fyrstu þar sem bæði þarfnist hún úrbóta og sé staðsett utan þess svæðis sem þau hafi skoðað. Hún horfði fyrst fram hjá íbúðinni en segir að Andri hafi eindregið viljað láta á þetta reyna. „Hún er töluvert stærri en við höfum verið að skoða og leita að en það þarf að gera fullt fyrir hana. Þetta er íbúð í 108 sem er komin til ára sinna, virkilega flott en það þarf alveg smá aðhald, ást og umhyggju. Mér fannst það eitthvað svo mikið verkefni, og ég veit alveg að svona framkvæmdir kosta sitt sem myndi leggjast ofan á ásett verð, en hann var alveg harður á þessu og við ákváðum að bjóða í hana.“ Börnin þurfi nú að læra að nota strætó Elva segir að þarna hafi fasteignasali í fyrsta sinn upplýst þau um að hærra tilboð væri komið í eignina og boðið þeim að hækka sig. Kauptilboð þeirra hafi að lokum orðið fyrir valinu og það hafi unnið með þeim að þau væru mjög sveigjanleg með afhendingartíma. „Við loksins fengum íbúð á alveg fínum stað en hins vegar ekki í skólahverfinu, þannig að börnin læra bara að nota strætó.“ Þau hafi vissulega þurft að hnika leitarskilyrðum sínum til en náð að uppfylla þá helstu ósk að bæði börnin fengi loks sitt eigið herbergi. Hjónin fengu mikil viðbrögð við fyrri umfjöllun um raunir þeirra á fasteignamarkaði.Vísir „Þetta voru eldri hjón sem áttu þessa íbúð og hún bara óx með þeim. Í dag er ég bara rosalega spennt fyrir þessu öllu og líst rosalega vel á. VIð bjuggumst aldrei við þessu, aldrei. Þannig að við erum enn þá smá að átta okkur á þó við séum búin að skrifa undir kaupsamning. Ég held að við komum ekki til með að trúa þessu fyrr en við erum flutt inn,“ segir Elva. Hún hefur misst töluna á því hversu mörg tilboð hjónin hafa gert í íbúðir á síðastliðnum nítján mánuðum en segir að þau séu vel yfir tíu talsins. Ekki efni á því að bíða lengur Fyrstu íbúðakaupendum býðst að nýta séreignasparnað sinn upp í útborgun sem hluta af sérstöku úrræði stjórnvalda. Þegar kom að því að nýta úrræðið kom í ljós að Elva og Andri þurftu að vera komin með þinglýstan kaupsamning áður en þau gátu leyst út séreignina. Elva gagnrýnir þetta skilyrði og segir það hafa komið í veg fyrir að þau gætu nýtt úrræðið til að brúa bilið. Þess í stað hafi þau tekið út yfirdrátt með tilheyrandi vaxtakostnaði. „Við vorum bara komin þangað og hugsuðum að við ætluðum bara að redda þessu því við hefðum ekki efni á því að bíða lengur.“ „Þegar þú ert að skrifa undir kaupsamninginn þá þarftu að vera komin með allar upphæðir á hreint og þú þarf að vera komin með allt inn á þinn reikning, svo þetta er ekki að tala saman,“ segir Elva og furðar sig á þessu fyrirkomulagi. Þess í stað ætla þau að nýta séreignina til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði húsnæðislánanna. Ómögulegt ástand ríki á fasteignamarkaðnum og ekki sé eðlilegt að gera ráð fyrir því að foreldrar geti hjálpað börnunum sínum að kaupa fyrstu íbúð. „Verðið er orðið það hátt á fasteignum að fólk á bara erfitt með að safna fyrir fyrstu útborgun, því svo er leigumarkaðurinn heldur ekkert grín,“ bætir Elva við. Ljúft og skylt að upplýsa þjóðina um málalok Margir settu sig í samband við Elvu og Andra eftir að þau deildu erfiðri reynslu sinni af fasteignamarkaðnum í febrúar. Elva segir að fjöldi ókunnugra hafi sent þeim skilaboð á samfélagsmiðlum og stöðvað þau á förnum vegi. „Ég fékk símhringingu frá bláókunnugum manni og við enduðum á því að tala saman alveg heillengi um stöðuna á fasteignamarkaðnum. Ég held að fólk hafi beðið eftir því að þessi umræða kæmi upp en ekki vitað einhvern veginn hvernig það ætti að snúa sér.“ „Fólk sem ég hitti á förnum vegi kemur upp að mér og spyr hvort við séum ekki hjónin sem vorum í fréttum um daginn með íbúðamálin. Það er ótrúlega gaman og í rauninni finnst mér þetta ekki bara vera okkar mál af því að við erum búin að vera svolítið með alþjóð í þessu. Núna finnst mér ég þurfa að upplýsa fólk að það er von þarna og ljós við enda ganganna.“ Elva og Andri ræddu stöðuna á fasteignamarkaðnum í fréttum Stöðvar 2 í febrúar. Fólk hafi jafnvel spurt hvort þau hafi fengið íbúðina vegna þess að þau fóru í fjölmiðla. Elva segist efast það stórlega og ekki vita til þess að seljendurnir hafi séð umfjöllunina. „Við fórum náttúrlega bara í fjölmiðla vegna þess að við vildum vekja athygli á ástandinu sem ríkir þarna og hversu slæmt það er orðið og við erum svo langt frá því að vera ein um þetta. Það þarf að gera mjög róttækar breytingar til að húsnæðismarkaðurinn fari ekki alveg í tómt tjón.“ Elva bætir við að lítið útlit sé fyrir að staðan á fasteignamarkaðnum komi til með að skána eitthvað á næstunni og aðgerða sé þörf. Hún þurfi þó ekki lengur að lifa í vonleysi. „Við erum bara voðalega spennt. Þetta verður langtímaverkefni að gera íbúðina svolítið okkar og taka hana í gegn en við erum þá allavega að gera það fyrir okkar eigin eign en ekki annarra eins og á leigumarkaðnum.“ Hún segir erfitt að ráðleggja fólki í fasteignahugleiðingum en mikilvægt sé að gera strax markvissar áætlanir, byrja snemma að leita og vera dugleg að gera tilboð. „Og bara ekki gefast upp.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari. 19. febrúar 2022 11:23 Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari. 19. febrúar 2022 11:23
Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00