Dómsmálaráðherra boðar breyttan raunveruleika brugghúsa Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. mars 2022 22:21 Dómsmálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í dag frumvarp sem heimilar smærri brugghúsum að selja áfengi á staðnum. Fjármálaráðherra vill ganga enn lengra og einfaldlega leyfa vefverslun með áfengi. Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra felur í sér að smærri brugghús megi selja áfengi á staðnum. Með því er átt við að hægt sé að kaupa flösku- eða dósabjór í brugghúsunum, án þess að fara þurfi krókaleiðir, til dæmis með því að opna bar inni í brugghúsinu með tilheyrandi vínveitingaleyfi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra hefur áður lagt sambærilegt frumvarp en ÁTVR sagði að frumvarpið kæmi til með að kippa stoðum undan rekstri vínverslana. Forsendur fyrir rekstri myndu að öllum líkindum bresta. Gustað hefur um ÁTVR síðustu mánuði en héraðsdómur vísaði málum ÁTVR gegn Sante ehf., Santewine SAS og Bjórlandi vegna smásölu á áfengi frá dómi í síðustu viku. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem fer með stjórn ÁTVR, vill ganga enn lengra. Hann segist vilja einfaldlega vilja leyfa hefðbundna vefverslun með áfengi. „Það er ekkert alvarlegra að gerast en það að það er verið að bera undir dómstóla lagatúlkun. Á maður í prinsippinu að vera á móti því að dómstólar skeri úr um ágreining um túlkun laga, nei. En ég segi að þessi ágreiningur ætti ekki að vera uppi. Það ætti ekki að vera svigrúm til þess að túlka lögin með ólíkum hætti um þetta heldur ætti löggjafinn að taka þetta til sín. Og mér finnst að löggjafinn eigi að höggva á hnútinn um það að vefverslun á bara að heimila,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um málið. Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra felur í sér að smærri brugghús megi selja áfengi á staðnum. Með því er átt við að hægt sé að kaupa flösku- eða dósabjór í brugghúsunum, án þess að fara þurfi krókaleiðir, til dæmis með því að opna bar inni í brugghúsinu með tilheyrandi vínveitingaleyfi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra hefur áður lagt sambærilegt frumvarp en ÁTVR sagði að frumvarpið kæmi til með að kippa stoðum undan rekstri vínverslana. Forsendur fyrir rekstri myndu að öllum líkindum bresta. Gustað hefur um ÁTVR síðustu mánuði en héraðsdómur vísaði málum ÁTVR gegn Sante ehf., Santewine SAS og Bjórlandi vegna smásölu á áfengi frá dómi í síðustu viku. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem fer með stjórn ÁTVR, vill ganga enn lengra. Hann segist vilja einfaldlega vilja leyfa hefðbundna vefverslun með áfengi. „Það er ekkert alvarlegra að gerast en það að það er verið að bera undir dómstóla lagatúlkun. Á maður í prinsippinu að vera á móti því að dómstólar skeri úr um ágreining um túlkun laga, nei. En ég segi að þessi ágreiningur ætti ekki að vera uppi. Það ætti ekki að vera svigrúm til þess að túlka lögin með ólíkum hætti um þetta heldur ætti löggjafinn að taka þetta til sín. Og mér finnst að löggjafinn eigi að höggva á hnútinn um það að vefverslun á bara að heimila,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um málið.
Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira