Lífið samstarf

Lagerhreinsun hjá heitirpottar.is

Heitirpottar.is
„það eru allir orðnir partýþyrstir og vilja græja pallinn og garðinn fyrir sumarið,“ segir Kristján Berg, eigandi Heitir pottar.is og lofar því að hægt sé að gera frábær kaup á lagersölunni sem stendur til 1. apríl.
„það eru allir orðnir partýþyrstir og vilja græja pallinn og garðinn fyrir sumarið,“ segir Kristján Berg, eigandi Heitir pottar.is og lofar því að hægt sé að gera frábær kaup á lagersölunni sem stendur til 1. apríl.

„Það er dúndurlagersala í gangi hjá okkur á heitum pottum. Við erum að rýma fyrir nýjum vörum og viljum hefja vorið með hvelli! Ekki veitir af, það eru allir orðnir partýþyrstir og vilja græja pallinn og garðinn fyrir sumarið,“ segir Kristján Berg, eigandi Heitir pottar.is og lofar því að hægt sé að gera frábær kaup á lagersölunni.

„Við erum ekkert að flækja þetta, allar hitaveituskeljar, allir litir og aðeins eitt verð, 299 þúsund krónur. Við erum með sterkar kanadískar skeljar úr trefjagleri (fiberglass) frá Arctic Spa sem þola íslenskar aðstæður, 100% sjálfberandi svo ekki þarf að byggja mikið undir þær. Skeljarnar eru einnig dýpri en aðrar svo það flýtur vel yfir axlirnar þegar setið er í þeim en skeljar með mótuðum sætum og legubekkjum eru sérstaklega vinsælar hjá Íslendingum,“ segi Kristján. Íslendingar viti hvað þeir vilja.

„Við erum heilt yfir svo mikið pottafólk að við hjá Heitum pottum.is höfum unnið söluverðlaun Arctic Spa þrjú ár í röð! Við Íslendingar mættum reyndar vera litaglaðari, svarti liturinn er langvinsælastur en ég mæli með skeljum í ljósum lit. Það er svo gott fyrir sálarlífið að fara ofan í bjartan og ljósan pott,“ segir Kristján.

Mikið úrval potta

Plug & Play pottarnir okkar eru einnig mjög vinsælir en það eru hitaveituskeljar sem búið er að byggja undir, einangra og tengja öll rör. Rafmagnspottarnir okkar seljast líka alltaf vel. Þá erum við með risastóra potta sem heita Swim Spa, með straumi sem maður syndir á móti. Þessir pottar taka 6000 lítra og eru 4 til 5 metrar að lengd. Swim Spa er verið að kaupa í stóra sumarbústaði og hótel og einnig fyrir fólk sem er hreyfihamlað. Í alla okkar potta er síðan hægt að fá saltvatnshreinsikerfi en það hefur orðið sprenging í saltvatnsmenningunni síðustu ár. Enda saltið betra fyrir umhverfið og fyrir húðina,“ segir Kristján.

Swim Spa pottarnir taka 6 þúsund lítra af vatni.

Lagerhreinsunin stendur til 1. Apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×