Klinkið

Ívar ráðinn framkvæmdastjóri

Ritstjórn Innherja skrifar
Ívar hefur starfað hjá Birtingahúsinu frá árinu 2005
Ívar hefur starfað hjá Birtingahúsinu frá árinu 2005

Ívar Gestsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Birtingahússins. Tekur hann við af Huga Sævarssyni sem hefur ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum eftir að hafa stýrt félaginu síðastliðin fimmtán ár.

Ívar hefur starfað hjá Birtingahúsinu frá árinu 2005, fyrst sem birtingafulltrúi, síðar birtingastjóri og hefur undanfarin tvö ár starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Hann útskrifaðist með BS-próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og með MS-gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands árið 2010.

„Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og tækifærinu á að fá að leiða hið öfluga starfsfólk Birtingahússins í áframhaldandi framþróun fyrirtækisins. Hjá Birtingahúsinu starfar öflugur hópur sérfræðinga með viðamikla þekkingu og reynslu í birtinga- og markaðsráðgjöf. Spennandi tímar framundan og mikil tækifæri á að vaxa og dafna” segir Ívar.

„Ívar þekkir Birtingahúsið út og inn og hefur mikla þekkingu og reynslu á markaðnum. Um leið og við þökkum Huga fyrir sín góðu störf þá bjóðum við Ívar velkominn í starf framkvæmdastjóra Birtingahússins og erum fullviss um að fagmennska hans og metnaður mun efla Birtingahúsið enn frekar á komandi árum,” er haft eftir Einari Snorra Magnússyni, stjórnarformanni Birtingahússins.

Birtingahúsið var stofnað árið 2000 og veitir faglega og óháða ráðgjöf um auglýsingabirtingar, markaðssetningu og uppbyggingu auglýsingaherferða. Félagið er í alþjóðlegu samstarfi við Dentsu Aegis Network, sem hefur yfir að ráða einu allra stærsta og öflugasta neti markaðs- og birtingaráðgjafar í heiminum, með starfsemi í yfir 140 mörkuðum. Meðal dótturfélaga DAN eru Carat, Vizeum og iProspect. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×