Magnús Þór ráðinn forstjóri RARIK Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2022 09:57 Magnús Þór Ásmundsson. Hreinn Magnússon Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Faxaflóahafna, hefur verið ráðinn í starf forstjóra RARIK ohf. og tekur hann við starfinu 1. maí næstkomandi. Í tilkynningu segir að Magnús hafi lokið námi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og meistaraprófi frá Danmarks Tekniske Universitet 1990. „Magnús hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum. Hann var framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Marel til 2009. Hann var framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar hjá Alcoa Fjarðaáli frá 2009 og síðan forstjóri fyrirtækisins frá 2012 til 2019. Árið 2020 tók Magnús við starfi forstjóra Faxaflóahafna sf. Magnús hefur setið í stjórn Viðskiptaráðs og í stjórnum Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans. Hann hefur jafnframt setið í stjórn Landsnets ehf. frá árinu 2020. Hann er einn af stofnendum ferðaþjónustufyrirtækisins Vök baths á Egilsstöðum og situr í stjórn fyrirtækisins. Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri viðskiptasviðs Faxaflóahafna, er staðgengill forstjóra og mun hann tímabundið taka við starfinu frá 14. apríl og gegna því þar til það verður auglýst að nýju í vor. Tekur við af Tryggva Þór Haft er eftir Birki Jóni Jónssoni, stjórnarformanni RARIK ohf., að stjórn hafi verið einróma um ráðningu Magnúsar og bjóði hann velkominn til starfa. „Tryggvi Þór Haraldsson sem leitt hefur fyrirtækið farsællega síðan 2003 lætur af störfum sem forstjóri frá 1. maí en mun verða Magnúsi innan handar um sinn. Framundan eru spennandi tímar hjá RARIK, áskorun verður að fylgja eftir markmiðum um orkuskipti og loftslagsmál. Jafnframt er mikilvægt að tryggja áframhaldandi framfarir og uppbyggingu á tímum mikilla breytinga og tækniframfara.“ Á vef stofnunarinnar segir að RARIK sé opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem hafi verið stofnað 2006 þegar það tók við rekstri Rafmagnsveitna ríkisins sem hófu starfsemi sína þann 1. janúar árið 1947. „Meginhlutverk fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að afla og dreifa raforku með hagkvæmum hætti til almennings og atvinnulífs. Í dag er aðalverkefni RARIK að dreifa raforkunni en dótturfélagið Orkusalan sér um framleiðslu og sölumál. Fyrirtækið rekur fimm virkjanir auk hita- og fjarvarmaveitna á fimm stöðum á landinu. RARIK Orkuþróun ehf. er dótturfélag RARIK sem sinnir ráðgjafa- og þróunarverkefnum á vegum RARIK hér heima og erlendis.“ Vistaskipti Orkumál Tengdar fréttir Tryggvi Þór lætur af störfum sem forstjóri RARIK Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK ohf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann verður þó áfram starfsmaður RARIK og starfa sem ráðgjafi stjórnar og nýs forstjóra og enn fremur í sérstökum verkefnum. 21. janúar 2022 11:00 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Í tilkynningu segir að Magnús hafi lokið námi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og meistaraprófi frá Danmarks Tekniske Universitet 1990. „Magnús hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum. Hann var framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Marel til 2009. Hann var framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar hjá Alcoa Fjarðaáli frá 2009 og síðan forstjóri fyrirtækisins frá 2012 til 2019. Árið 2020 tók Magnús við starfi forstjóra Faxaflóahafna sf. Magnús hefur setið í stjórn Viðskiptaráðs og í stjórnum Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans. Hann hefur jafnframt setið í stjórn Landsnets ehf. frá árinu 2020. Hann er einn af stofnendum ferðaþjónustufyrirtækisins Vök baths á Egilsstöðum og situr í stjórn fyrirtækisins. Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri viðskiptasviðs Faxaflóahafna, er staðgengill forstjóra og mun hann tímabundið taka við starfinu frá 14. apríl og gegna því þar til það verður auglýst að nýju í vor. Tekur við af Tryggva Þór Haft er eftir Birki Jóni Jónssoni, stjórnarformanni RARIK ohf., að stjórn hafi verið einróma um ráðningu Magnúsar og bjóði hann velkominn til starfa. „Tryggvi Þór Haraldsson sem leitt hefur fyrirtækið farsællega síðan 2003 lætur af störfum sem forstjóri frá 1. maí en mun verða Magnúsi innan handar um sinn. Framundan eru spennandi tímar hjá RARIK, áskorun verður að fylgja eftir markmiðum um orkuskipti og loftslagsmál. Jafnframt er mikilvægt að tryggja áframhaldandi framfarir og uppbyggingu á tímum mikilla breytinga og tækniframfara.“ Á vef stofnunarinnar segir að RARIK sé opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem hafi verið stofnað 2006 þegar það tók við rekstri Rafmagnsveitna ríkisins sem hófu starfsemi sína þann 1. janúar árið 1947. „Meginhlutverk fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að afla og dreifa raforku með hagkvæmum hætti til almennings og atvinnulífs. Í dag er aðalverkefni RARIK að dreifa raforkunni en dótturfélagið Orkusalan sér um framleiðslu og sölumál. Fyrirtækið rekur fimm virkjanir auk hita- og fjarvarmaveitna á fimm stöðum á landinu. RARIK Orkuþróun ehf. er dótturfélag RARIK sem sinnir ráðgjafa- og þróunarverkefnum á vegum RARIK hér heima og erlendis.“
Vistaskipti Orkumál Tengdar fréttir Tryggvi Þór lætur af störfum sem forstjóri RARIK Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK ohf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann verður þó áfram starfsmaður RARIK og starfa sem ráðgjafi stjórnar og nýs forstjóra og enn fremur í sérstökum verkefnum. 21. janúar 2022 11:00 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Tryggvi Þór lætur af störfum sem forstjóri RARIK Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK ohf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann verður þó áfram starfsmaður RARIK og starfa sem ráðgjafi stjórnar og nýs forstjóra og enn fremur í sérstökum verkefnum. 21. janúar 2022 11:00