Viðskipti innlent

Fjögur iðn­fyrir­­­tæki sam­einast undir nafni Kamba

Atli Ísleifsson skrifar
Kristján Geir Gunnarsson er nýráðinn framkvæmdarstjóri sameinaðs rekstrar félaganna undir merki Kamba.
Kristján Geir Gunnarsson er nýráðinn framkvæmdarstjóri sameinaðs rekstrar félaganna undir merki Kamba. Aðsend

Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafninu Kambar.

Í tilkynningu segir að sameinað félag verði einn stærsti framleiðandi á gluggum, hurðum og gleri á Íslandi með um 2,5 milljarða í veltu og starfsemi á fimm stöðum á landinu.

Kristján Geir Gunnarsson er nýráðinn framkvæmdarstjóri sameinaðs rekstrar þessara félaganna.

Í nóvember var greint frá því að Trésmiðjan Börkur, Gluggasmiðjan Selfossi og Glerverksmiðjan Samverk hafi ákveðið að sameinast en nú hefur Sveinatunga bæst í hópinn.

Haft er eftir Kristjáni Geir að með því að fyrirtækin sameinist undir einn hatt myndist slagkraftur til að keppa við innflutning á byggingarvörum sem þessi fyrirtæki framleiði. 

„Innan þessara fyrirtækja er mikil þekking á íslenskum byggingamarkaði sem hefur byggst upp í tugi ára. Allar vörur þeirra eru sérstaklega þróaðar fyrir íslenskar aðstæður og afgreiðslutími er mun skemmri vegna nálægðar við markaðinn. Kolefnissporið er lægra svo hægt er að tryggja minna kolefnisspor í byggingariðnaðinum með innlendri framleiðslu með grænni orku,” segir Kristján Geir.


Tengdar fréttir

Þrjú iðn­­fyrir­­­tæki sam­einast þvert á lands­hluta

Trésmiðjan Börkur, Gluggasmiðjan Selfossi og Glerverksmiðjan Samverk hafa sameinast og er áætlað að samanlögð velta hins nýja fyrirtækis verði um fjórir milljarðar króna fyrir árið 2023. Öll fyrirtækin rótgróin á íslenskum markaði og eru yfir 50 ára gömul.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.