Klinkið

Anna Hrefna að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri og Páll Ás­geir for­stöðu­maður hjá SA

Ritstjórn Innherja skrifar
Páll Ásgeir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur komið að mörgum verkefnum á sviði efnahags- og vinnumarkaðsmála undanfarin misseri. Anna Hrefna er reyndur efnahagsgreinandi.
Páll Ásgeir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur komið að mörgum verkefnum á sviði efnahags- og vinnumarkaðsmála undanfarin misseri. Anna Hrefna er reyndur efnahagsgreinandi.

Anna Hrefna Ingimundardóttir, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns efnahagssviðs SA, hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún tók við starfinu í dag.

Þá hefur Páll Ásgeir Guðmundsson verið ráðinn forstöðumaður sameinaðs efnahags- og samkeppnishæfnissviðs, sem hefur með greiningu efnahagsmála, umsagnagerð og stefnumörkun fyrir atvinnulífið að gera. Hann hefur störf í maí.

Páll Ásgeir hefur gegnt starfi aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar undanfarin ár, í forsætisráðuneytinu og svo í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hann hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur komið að mörgum verkefnum á sviði efnahags- og vinnumarkaðsmála undanfarin misseri. 

Anna Hrefna hefur víðtæka reynslu sem efnahagsgreinandi, bæði innanlands og erlendis. Hún tók við starfi forstöðumanns efnahagssviðs SA árið 2020 en áður vann hún við sérhæfðar fjárfestingar hjá Eldhrímni ehf. Þar áður starfaði hún sem efnahagsgreinandi hjá greiningardeild Arion banka og sem lánastjóri á fyrirtækjasviði bankans. Hún starfaði um margra ára skeið við greiningar á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum. Hún er með BA og MA-gráður í hagfræði frá New York University. Hún hefur auk þess réttindi sem löggiltur verðbréfamiðlari.

Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×