„Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. mars 2022 15:00 Guðmundur Guðmundsson hitti landsliðið í fyrsta sinn í gær eftir Evrópumótið. stöð 2 sport Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. Samningur Guðmundar við HSÍ rennur út eftir leikina um sæti á HM í næsta mánuði. Hann hefur stýrt landsliðinu frá 2018. „Það sem ég get sagt um þetta er að viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta. Viðræðurnar hafa tekið tíma,“ sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Framhúsinu í dag. Guðmundur kýs að hafa sama starfslið með sér og á EM í janúar þar sem Ísland endaði í 6. sæti. „Ef af þessu verður myndi ég óska eftir því. Það er ekkert í hendi en það gerist kannski eitthvað á næstu vikum,“ sagði Guðmundur. Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Íslenska liðið kom saman til æfinga í gær og mun æfa saman næstu daga, ekki ósvipað og það gerði í nóvember á síðasta ári. Guðmundur ákvað þá að kalla íslenska liðið saman til æfinga í stað þess að spila æfingaleiki. Hann segir að æfingavikur sem þessar séu afar mikilvægar. Ómetanleg vika „Við erum að vinna í varnar- og sóknarleik og öllu sem við erum að gera. Við vorum á myndbandsfundi í morgun. Við erum að skoða EM og sjálfa okkur mjög mikið, hvað við getum bætt, hvað getum við bætt, hverju viljum við halda. Þetta er alveg ómetanleg vika myndi ég segja,“ sagði Guðmundur. Í næsta mánuði mætir Ísland annað hvort Austurríki eða Eistlandi í tveimur leikjum um sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári. „Auðvitað erum við byrjaðir að hafa auga á næsta andstæðingi. Þegar við ljúkum þessu verkefni eru ekki nema rétt um þrjár vikur þar til við spilum við Austurríki eða Eistland,“ sagði Guðmundur. Allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira
Samningur Guðmundar við HSÍ rennur út eftir leikina um sæti á HM í næsta mánuði. Hann hefur stýrt landsliðinu frá 2018. „Það sem ég get sagt um þetta er að viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta. Viðræðurnar hafa tekið tíma,“ sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Framhúsinu í dag. Guðmundur kýs að hafa sama starfslið með sér og á EM í janúar þar sem Ísland endaði í 6. sæti. „Ef af þessu verður myndi ég óska eftir því. Það er ekkert í hendi en það gerist kannski eitthvað á næstu vikum,“ sagði Guðmundur. Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Íslenska liðið kom saman til æfinga í gær og mun æfa saman næstu daga, ekki ósvipað og það gerði í nóvember á síðasta ári. Guðmundur ákvað þá að kalla íslenska liðið saman til æfinga í stað þess að spila æfingaleiki. Hann segir að æfingavikur sem þessar séu afar mikilvægar. Ómetanleg vika „Við erum að vinna í varnar- og sóknarleik og öllu sem við erum að gera. Við vorum á myndbandsfundi í morgun. Við erum að skoða EM og sjálfa okkur mjög mikið, hvað við getum bætt, hvað getum við bætt, hverju viljum við halda. Þetta er alveg ómetanleg vika myndi ég segja,“ sagði Guðmundur. Í næsta mánuði mætir Ísland annað hvort Austurríki eða Eistlandi í tveimur leikjum um sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári. „Auðvitað erum við byrjaðir að hafa auga á næsta andstæðingi. Þegar við ljúkum þessu verkefni eru ekki nema rétt um þrjár vikur þar til við spilum við Austurríki eða Eistland,“ sagði Guðmundur. Allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira