Golf

Íslandsvinur með forystuna á Players meistaramótinu fyrir lokadaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anirban Lahiri horfir á eftir einu högga sinna á þriðja hringum í gær.
Anirban Lahiri horfir á eftir einu högga sinna á þriðja hringum í gær. AP/Lynne Sladky

Þriðji dagur Players meistaramótsins kláraðist loksins í nótt en miklar tafir hafa verið á mótinu vegna veðurs. Í stað þess að enda á sunnudegi þá klárast mótið ekki fyrr en í kvöld.

Enginn kylfingur hefur náð að klára þriðja hringinn en margir spiluðu bæði hluta af öðrum og þriðja hringnum í gær. Kylfingarnir munu því spila allt að 27 holum í dag þótt sumir hafi komist lengra á þriðja hringnum sínum í gær.

Indverski kylfingurinn Anirban Lahiri er með forystuna á Players meistaramótinu fyrir þennan sérstaka lokadag.

Hinn 34 ára gamli Lahiri er Íslandsvinur síðan að hann heimsótti Ísland haustið 2014. Hann vann sitt fyrsta mót á Evrópumótaröðinni nokkrum mánuðum eftir þá ferð.

Lahiri hefur leikið á níu höggum undir pari á þessu Players móti en hann á nóg verk fyrir höndum því honum tókst aðeins að klára ellefu fyrstu holurnar á þriðja hring fyrir myrkur í gær.

Það var synd fyrir Lahiri að spila ekki meira af hringnum því hann var sjóðandi heitur og náði sex fuglum á þesum ellefu holum.

Lahiri mun þbyrja daginn snemma eins og allir sem eiga eftir að klára þriðja hringinn.

Tom Hoge og Harold Varner III náðu báðir fugli á síðustu holu sinni sem var sú níunda. Þeir eru á átta höggum undir pari.

Þrír eru á sjö undir pari eða þeir Sebastián Munoz, Paul Casey og StatesSam Burns. Munoz hefur klárað fjórtáundu holuna en hinir enduðu daginn á níundu holu.

Lokdagurinn verður í beinni á Stöð 2 Golf í kvöld.


Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×