Viðskipti innlent

Fimm­tán flug­fé­lög með reglulegt flug til Íslands í ár og 25 í sumar

Atli Ísleifsson skrifar
Á meðal félaga sem hingað ætla að fljúga allt árið eru British Airways, Lufthansa og EasyJet.
Á meðal félaga sem hingað ætla að fljúga allt árið eru British Airways, Lufthansa og EasyJet. Vísir/Vilhelm

Fimmtán flugfélög hyggjast fljúga hingað til lands reglulega í ár og alls munu 25 bjóða upp á flug til Íslands í sumar. Árið 2019, fyrir heimsfaraldur, voru það fjórtán flugfélög sem flugu allan ársins hring til Íslands, en líkt og í ár voru það 25 flugfélög sem flugu til Íslands sumarið 2019.

Fjallað er um þessa staðreynd í Fréttablaðinu í dag og haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, að iðnaðurinn sé að endurheimta fyrri styrk.

Hann segir greinilegan uppsafnaðan ferðavilja hjá fólki og segist hann bjartsýnn á að spár um 1,2 milljónir ferðamanna í sumar geti gengið upp.

Á meðal félaga sem hingað ætla að fljúga allt árið eru British Airways, Lufthansa og EasyJet svo dæmi séu tekin.

Áætlaður fjöldi heilsársflugfélaga 2022: 15

  • Air Baltic
  • Air Greenland
  • Atlantic Airways
  • British Airways
  • EasyJet
  • Edelweiss
  • Icelandair
  • Lufthansa
  • Neos
  • Norwegian
  • Play
  • SAS
  • Transavia
  • Vueling
  • Wizz

Áætlaður fjöldi flugfélaga sumar 2022: 25

  • Air Baltic
  • Air Canada
  • Air Greenland
  • Atlantic Airways
  • Austrian
  • British Airways
  • Czech Airlines
  • Delta
  • EasyJet
  • Edelweiss
  • Eurowings
  • Finnair
  • Iberia Express
  • Icelandair
  • Jet2.com
  • Lufthansa
  • Neos
  • Norwegian
  • Play
  • SAS
  • Transavia FR
  • Transavia NL
  • United Airlines
  • Vueling
  • Wizz




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×