Innherji

Gestur hættir sem framkvæmdastjóri Veitna

Hörður Ægisson skrifar
Gestur Pétursson hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá árinu 2019.
Gestur Pétursson hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá árinu 2019. Mynd/Veitur

Gestur Pétursson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Veitna frá árinu 2019, hefur látið af störfum hjá félaginu.

Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður hitaveitu, Jón Trausti Kárason forstöðumaður vatns- og fráveitu og Jóhannes Þorleiksson forstöðumaður rafveitu munu skipta með sér verkum framkvæmdastjóra þar til nýr aðili tekur til starfa.

Starf framkvæmdstjóra Veitna , sem er dótturfélag Orkuveitunnar, var auglýst laust til umsóknar í dag.

Stjórn Veitna þakkar Gesti fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf á þeirri miklu umbreytinga og straumlínu vegferð sem fyrirtækið hefur verið í frá því hann hóf störf í ágúst 2019.

Áður en Gestur tók til starfa hjá Veitum var hann forstjóri Elkem á Íslandi í fimm ár.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×