Jónatan: Skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið Árni Gísli Magnússon skrifar 4. mars 2022 20:43 Jónatan Magnússon, þjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat ekki annað en verið sáttur eftir sterkan fimm marka sigur gegn FH í KA-heimilinu í kvöld. „Met það bara svo að við gerðum það sem við vildum gera, heildar frammistaðan hjá okkur var bara mjög góð í dag.” Sóknarleikur KA gekk vel í dag og þarf mikið til enda getur FH liðið spilað virkilega góða vörn á sínum degi. „Við vorum mjög agaðir og vorum heilt yfir sóknarlega bara mjög agaðir. Við vissum það fyrir leik að FH er með mjög sterka vörn og við þyrftum að vera klókir og eiga góðan leik og menn að taka ábyrgð í sókninni. Við vorum ekki ánægðir eftir síðasta leik og það býr mikið í liðinu og ég held að þetta sé svona frammistaða sem við viljum sýna og getum sýnt.” Vörnin hjá KA var gríðarlega sterk strax frá upphafi síðari hálfleiks og mættu þeir mönnum nokkuð framar en þeir höfðu gert og spiluðu fastar sem skilaði þeim í unnum boltum og hraðaupphlaupum sem liðið nýtti sér heldur betur. „Við vorum að fá mikið að hraðaupphlaupum og þurftum ekki að eyða orku í að standa mikið í vörn en stóðum hana þegar við þurftum og það var að skila okkur helling af mörkum á móti þannig að það er eitthvað sem við getum byggt á. Mér fannst þetta bara vera solid eins og maður segir og við þurftum það til þess að vinna FH.” KA menn eru komnir í undanúrslit Coca-Cola bikarsins þar sem þeir mæta Selfossi á miðvikudaginn næsta og var Jónatan með skilaboð til KA samfélagsins. „Þó svo að við hefðum tapað með fimm hérna í dag þá hefði verkefnið á miðvikudaginn verið jafn stórt og skemmtilegt en við tökum þennan sigur með okkur sem sjálfstraust inn í leikinn og ég skora svo innilega á Akureyringa, og sérstaklega mjög margir Akureyringar sem búa fyrir sunnan, að koma en það er erfitt þar sem við spilum á miðvikudegi. Ég ætla að setja þetta svolítið í kosmósinn og ég skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið”, sagði Jóntan að lokum þar sem hann biðlaði til fólks að koma suður og styðja liðið í bikarnum. Íslenski handboltinn KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27. 4. mars 2022 19:31 Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira
„Met það bara svo að við gerðum það sem við vildum gera, heildar frammistaðan hjá okkur var bara mjög góð í dag.” Sóknarleikur KA gekk vel í dag og þarf mikið til enda getur FH liðið spilað virkilega góða vörn á sínum degi. „Við vorum mjög agaðir og vorum heilt yfir sóknarlega bara mjög agaðir. Við vissum það fyrir leik að FH er með mjög sterka vörn og við þyrftum að vera klókir og eiga góðan leik og menn að taka ábyrgð í sókninni. Við vorum ekki ánægðir eftir síðasta leik og það býr mikið í liðinu og ég held að þetta sé svona frammistaða sem við viljum sýna og getum sýnt.” Vörnin hjá KA var gríðarlega sterk strax frá upphafi síðari hálfleiks og mættu þeir mönnum nokkuð framar en þeir höfðu gert og spiluðu fastar sem skilaði þeim í unnum boltum og hraðaupphlaupum sem liðið nýtti sér heldur betur. „Við vorum að fá mikið að hraðaupphlaupum og þurftum ekki að eyða orku í að standa mikið í vörn en stóðum hana þegar við þurftum og það var að skila okkur helling af mörkum á móti þannig að það er eitthvað sem við getum byggt á. Mér fannst þetta bara vera solid eins og maður segir og við þurftum það til þess að vinna FH.” KA menn eru komnir í undanúrslit Coca-Cola bikarsins þar sem þeir mæta Selfossi á miðvikudaginn næsta og var Jónatan með skilaboð til KA samfélagsins. „Þó svo að við hefðum tapað með fimm hérna í dag þá hefði verkefnið á miðvikudaginn verið jafn stórt og skemmtilegt en við tökum þennan sigur með okkur sem sjálfstraust inn í leikinn og ég skora svo innilega á Akureyringa, og sérstaklega mjög margir Akureyringar sem búa fyrir sunnan, að koma en það er erfitt þar sem við spilum á miðvikudegi. Ég ætla að setja þetta svolítið í kosmósinn og ég skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið”, sagði Jóntan að lokum þar sem hann biðlaði til fólks að koma suður og styðja liðið í bikarnum.
Íslenski handboltinn KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27. 4. mars 2022 19:31 Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira
Leik lokið: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27. 4. mars 2022 19:31