Tíska og hönnun

Ýktu stærð varanna eins og förðunarfræðingur Kim Kardashian

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kim Kardashian hefur í mörg ár verið innblástur og vinkona Mario.
Kim Kardashian hefur í mörg ár verið innblástur og vinkona Mario. Instagram/@makeupbymario

Áttu í vandræðum með að nota varablýant til að „overline-a“ varirnar? Þá skaltu halda áfram að lesa. Hér fyrir neðan má sjá þrjú ráð frá Heiði Ósk og Ingunni Sig fyrir hinn fullkomna stút.

Skref 1 - Varablýantur

Byrjaðu að draga línu örlítið fyrir ofan þínar náttúrulegu varir frá miðjum amorsboga, þæginlegt er að fylgja ljósu línunni sem myndast í kringum okkar náttúrulegu varir. Þegar þú dregur línuna að munnviki, passaðu að ekki fara út fyrir þína náttúrulegu lögun heldur aðeins inn fyrir hana.

Næst notaru sömu aðferð fyrir neðri vörina.

Heiður Ósk og Ingunn Sig mynda HI beauty teymið. Þær hafa áralanga reynslu úr förðunarbransanum hér á landi.Undireins

Skref 2 - Hyljari eða ljós augnblýantur

Notaðu hyljara eða ljósan augnblýant til að skerpa á varalínunni.

Við mælum með að nota flatan stífan bursta í þetta skref. My kit Co. My Flat definer burstinn er fullkominn fyrir nákvæmni.

My kit co My Flat definer bursti 1.21 fæst til dæmis í versluninni Elira.

Skref 3 - Varalitur eða gloss

Lokaskrefið er svo varalitur eða gloss eða bæði.

Við mælum sérstaklega með því að nota glossinn aðeins á miðjar varirnar til að ýta enn meira undir hinn fullkomna stút.

Hér fyrir neðan má sjá kennslumyndband frá Mario Dedivanovic,  sem skaust fyrst upp á stjörnuhimininn sem förðunarfræðingur Kim Kardashian. Hann heldur nú námskeið um allan heim og á auk þess eigið förðunarmerki, Makeup by Mario.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×