Vorveiðin komin á Veiða.is Karl Lúðvíksson skrifar 28. febrúar 2022 08:51 Sjóbirtingsveiðin hefst 1. apíl Veiðileyfavefurinn Veida.is er fullur af skemmtilegum möguleikum fyrir vorveiði og nú þegar aðeins 31 dagur er til stefnu áður en veiðin hefst er um að gera að skoða hvað er í boði. Það er gott framboð af vorveiðileyfum hjá Veida.is og líklega fáir sem státa af jafn mörfum spennandi veiðisvæðum til að starta tímabilinu. Eitt af þeim er Bíldsfell í Soginu en þar er oft hægt að gera flotta veiði á fyrstu dögunum. Önnur spennandi svæði eru til dæmis Útey við Hólaá en Hólaá er kannski best þekkt sem bleikjuá en á vorin er það urriðinn sem er að taka agnið. Galtalækur er líka oft sterkur á vorinn og það getur Brúará verið líka. Önnur spennandi svæði eru til dæmis Hlíðarvatn, Svartá í Skagafirði, Fossá og Torfastaðir í Soginu. Það svæði sem er á listanum hjá Veida.is og er í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum er samt Hraun í Ölfusi. Þetta er alls ekki auðvelt svæði en þegar það gefur þá líka gefur það vel. Þarna gætir flóð sog fjöru og besti tíminn er að frá lágfjöru í aðfalli alveg þangað til flóði er náð. Það þarf ekki að vaða út í enda tekurinn sjóbirtingurinn oft alveg upp við land. Stangveiði Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði
Það er gott framboð af vorveiðileyfum hjá Veida.is og líklega fáir sem státa af jafn mörfum spennandi veiðisvæðum til að starta tímabilinu. Eitt af þeim er Bíldsfell í Soginu en þar er oft hægt að gera flotta veiði á fyrstu dögunum. Önnur spennandi svæði eru til dæmis Útey við Hólaá en Hólaá er kannski best þekkt sem bleikjuá en á vorin er það urriðinn sem er að taka agnið. Galtalækur er líka oft sterkur á vorinn og það getur Brúará verið líka. Önnur spennandi svæði eru til dæmis Hlíðarvatn, Svartá í Skagafirði, Fossá og Torfastaðir í Soginu. Það svæði sem er á listanum hjá Veida.is og er í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum er samt Hraun í Ölfusi. Þetta er alls ekki auðvelt svæði en þegar það gefur þá líka gefur það vel. Þarna gætir flóð sog fjöru og besti tíminn er að frá lágfjöru í aðfalli alveg þangað til flóði er náð. Það þarf ekki að vaða út í enda tekurinn sjóbirtingurinn oft alveg upp við land.
Stangveiði Mest lesið Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði