Nær aldrei bæst við fleiri íbúðir en í fyrra Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2022 16:11 Framboð íbúða hefur snarlækkað undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi íbúða bættist við húsnæðisstofn höfuðborgarsvæðisins í fyrra og fjölgar íbúðum í byggingu, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Þó er óvist hvort framboðsaukningin sé næg miðað við núverandi aðstæður þar sem eftirspurn er mikil. Í fyrra bættust 2.192 nýjar íbúðir við húsnæðisstofn höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða fækkun upp á 355 íbúðir milli ára en á árinu 2020 bættust 2.547 nýjar íbúðir við húsnæðisstofninn. Var það mesti fjöldi sem sést hefur á einu ári frá upphafi gagnasöfnunar hjá Þjóðskrá. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en aðeins tvisvar hafa fleiri íbúðir bæst við stofninn en í fyrra, eða árin 2007 og 2020. Að jafnaði hafa um 1.300 nýjar íbúðir bæst við markaðinn á hverju ári. Framboð þurfi að vera tryggt Um síðustu áramót voru alls 3.181 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, 2.659 í fjölbýli og 522 í sérbýli. Að sögn hagfræðideildarinnar er um að ræða aukningu upp á 567 íbúðir milli ára, eða 22%. Því megi reikna með að áfram komi talsvert af nýjum íbúðum inn á markaðinn í ár. „Þrátt fyrir það er spenna mikil á fasteignamarkaði og framboð virðist treglega geta mætt aukinni eftirspurn vegna lægri vaxta og breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna faraldursins. Það er viðbúið að sú eftirspurn dragist saman eftir því sem vextir hækka, en þrátt fyrir það þarf framboðið að vera tryggt, ekki síst vegna örari fólksflutninga til landsins,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Að sögn Hagfræðideildar bankans má gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt sé að uppbygging sé stöðug og jöfn þar sem mikill fjöldi fólks flytji nú til landsins og skapi þrýsting á húsnæðismarkað. Mest er um að ræða erlenda ríkisborgara sem koma hingað til starfa. „Sú mikla eftirspurn sem hefur ríkt eftir íbúðum til kaupa síðustu misseri vegna lágra vaxta og skorts á öðrum fjárfestingarkostum gæti þó farið dvínandi eftir því sem vextir hækka. Því er mikilvægt að ekki séu byggðar íbúðir með það að leiðarljósi að sú eftirspurn haldist áfram jafn sterk.“ Fasteignamarkaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Sjá meira
Í fyrra bættust 2.192 nýjar íbúðir við húsnæðisstofn höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða fækkun upp á 355 íbúðir milli ára en á árinu 2020 bættust 2.547 nýjar íbúðir við húsnæðisstofninn. Var það mesti fjöldi sem sést hefur á einu ári frá upphafi gagnasöfnunar hjá Þjóðskrá. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en aðeins tvisvar hafa fleiri íbúðir bæst við stofninn en í fyrra, eða árin 2007 og 2020. Að jafnaði hafa um 1.300 nýjar íbúðir bæst við markaðinn á hverju ári. Framboð þurfi að vera tryggt Um síðustu áramót voru alls 3.181 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, 2.659 í fjölbýli og 522 í sérbýli. Að sögn hagfræðideildarinnar er um að ræða aukningu upp á 567 íbúðir milli ára, eða 22%. Því megi reikna með að áfram komi talsvert af nýjum íbúðum inn á markaðinn í ár. „Þrátt fyrir það er spenna mikil á fasteignamarkaði og framboð virðist treglega geta mætt aukinni eftirspurn vegna lægri vaxta og breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna faraldursins. Það er viðbúið að sú eftirspurn dragist saman eftir því sem vextir hækka, en þrátt fyrir það þarf framboðið að vera tryggt, ekki síst vegna örari fólksflutninga til landsins,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Að sögn Hagfræðideildar bankans má gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt sé að uppbygging sé stöðug og jöfn þar sem mikill fjöldi fólks flytji nú til landsins og skapi þrýsting á húsnæðismarkað. Mest er um að ræða erlenda ríkisborgara sem koma hingað til starfa. „Sú mikla eftirspurn sem hefur ríkt eftir íbúðum til kaupa síðustu misseri vegna lágra vaxta og skorts á öðrum fjárfestingarkostum gæti þó farið dvínandi eftir því sem vextir hækka. Því er mikilvægt að ekki séu byggðar íbúðir með það að leiðarljósi að sú eftirspurn haldist áfram jafn sterk.“
Fasteignamarkaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Sjá meira