Ef tekið er mið af verðlagsþróun var bensínverð 75 krónum hærra að raunvirði árið 2012. Þetta kemur fram í samantekt Viðskiptaráðs Íslands (VÍ). Ef þróun bensínverðs en borin saman við kaupmátt launa má einnig sjá hvort bensínverð hafi hækkað umfram kaupmátt launa að undanförnu.
„Sé það skoðað má sjá að heimilin geta betur tekist á við hækkandi bensínverð þar sem ráðstöfunartekjur hafa hækkað umfram hækkanir á olíuverði síðustu ár. Til einföldunar má því segja að ef einstaklingur með meðalráðstöfunartekjur hefði varið þeim öllum í bensín fengi hann nú um 4.400 lítrar af bensíni fyrir, samanborið við 2.500 lítra árið 2012,“ segir í greiningu VÍ.

Meðaleyðsla dregist saman
Á sama tíma hefur endurnýjun bílaflotans leitt til þess að meðaleyðsla bíla hefur dregist saman með árunum. Að sögn VÍ hefur hún minnkað um rúmlega þrjá lítra á hverja hundrað kílómetra á árunum 2010 til 2021.
„Minni meðaleyðsla bíla í eigu heimilanna og raunlækkun bensínverðs síðustu tíu ár hefur því orðið til þess að núvirtur bensínkostnaður neytanda á hverja 100 kílómetra hefur, að meðaltali, dregist allverulega saman.“

Sjá má verðþróun bensínverðs seinustu ára í mælaborði Gasvaktarinnar.
