Rugla sjónvarpslæknar saman hættu og áhættu? Erling Óskar Kristjánsson skrifar 14. febrúar 2022 08:30 Við fjölskyldan smituðumst nýverið af veirunni fræknu, en nú hefur hún sennilega sýkt um 40% þjóðarinnar (1). Við fengum skammvinn og væg einkenni, eins og flestir. Á samfélagsmiðlum óska hundruð manna einkennalausum áhrifavöldum góðs bata. Hvernig nær maður bata ef það er ekkert að manni? Við einkennalausan Bjarna Ben sagði einn: „Vonandi lifir þú þetta af.“ Fólk sem fær væg eða engin einkenni er sagt heppið. Til að róa áhyggjur fólks tilkynna sumir einkennaleysi sitt, en þora vart að lýsa reynslu sinni, ella verði þeir ásakaðir um að gera lítið úr veirunni. Eftir standa litríkar lýsingar af verstu tilfellunum, sem gefa villandi mynd. Heppninnar vegna eru lýsingar flestra einskis virði. Þetta er öfugsnúið eins og svo margt annað í umræðunni. Upp er niður og niður er upp. Raunveruleikinn er þessi: 98% á göngudeildar einkennalitlir eða einkennalausir. 0,15% þeirra sem eru í einangrun liggja á spítala vegna COVID-19 (2). 0,06% þeirra sem hafa greinst hér á landi hafa látið lífið með eða vegna COVID-19. Það er ekki heppni að fá væg eða engin einkenni, enda við því að búast. Þvert á móti er óheppni að veikjast illa. Það er nefnilega óheppni að verða fyrir ólíklegum skaða, en það er ekki heppni að verða fyrir líklegum viðburði. Við getum ekki lifað í ótta við ólíklegar uppákomur og látið óttann stjórna lífi okkar. Þegar litið er fram hjá líkindunum er gjarnan einblínt á það versta sem getur gerst. Hættu og áhættu er ruglað saman. Hætta er eiginleiki sem getur valdið tjóni eða skaða. Áhætta er hins vegar hugtak sem lýsir alvarleika mögulegrar hættu og líkum á því að verða fyrir henni. Þessi ruglingur á hugtökum gerir manni ófært um að framkvæma áhættumat og taka þannig útreiknaða áhættu. Það verður ómögulegt að áætla ásættanlegan fórnarkostnað. Þessi hugsunarháttur hefur verið gegnumgangandi í faraldrinum. Hann endurspeglast í aðgerðum sem beinast að heilbrigðum ungmennum og börnum. Upp undir helmingur barna sem smitast er bókstaflega einkennalaus. Önnur fá kvef eða flensulík einkenni. Langvarandi fylgikvillar eru fátíðir og sjaldnast alvarlegir. Ekkert af þeim 3.200 börnum á aldrinum 5-11 ára sem greindust með kórónuveiruna fyrir 5. janúar þessa árs þurfti að leggjast inn á spítala (3). Líkur á alvarlegum veikindum eru hverfandi. Flensa og sumar aðrar umgangspestir eru jafnvel hættulegri börnum en þessi kórónuveira. Ekkert heiðarlegt áhættumat getur réttlætt þær aðgerðir sem yfirvöld hafa beitt gegn þessum hópum, enda er fórnarkostnaðurinn mikill. Sem dæmi má nefna rökin fyrir bólusetningu 5-11 ára barna. Þau byggðu varla á áhættumati, heldur var að miklu leyti einblínt á það versta sem getur gerst. “Smit meðal barna geta valdið alvarlegum veikindum þótt það sé sjaldgæft”. Langvarandi fylgikvillar hafa verið lítið rannsakaðir en virðast vera miklu sjaldgæfari hjá börnum en hjá fullorðnum, en þeir eru til. Þó svo að 90% smitist af hinu ofurvæga ómíkron afbrigði, getur barn smitast af delta, og við „vitum hvað delta getur gert”. Sérfræðingar eru ekki ónæmir fyrir þessum rökvillum. Í umfjöllunum sínum og ráðleggingum hafa sjónvarpslæknar iðulega lagt ofuráherslu á hættu frekar en áhættu. Þannig hafa þeir alið á ótta í stað þess að upplýsa almenning á uppbyggilegan máta. Þegar þeir bregðast okkur verðum við að vera á varðbergi, tilbúin að rýna í líkindi og beita gagnrýnni hugsun. Neðanmálsgreinar: Þann 13. febrúar voru 86 þúsund staðfest smit hér á landi (um 25% þjóðarinnar), en samkvæmt túlkun sóttvarnalæknis (03.02.2022) á fyrstu niðurstöðum úr rannsókn Íslenskrar Erfðagreiningar “má ætla að rúmlega helmingi fleiri hafi raunverulega sýkst en greinst hafa”. Þann 13. febrúar voru rúmlega 10 þúsund manns í einangrun. 15 lágu á spítalavegnaveirunnar, 17 lágu á spítalameðveiruna (en innlögnin var af öðrum orsökum) og fjórir til viðbótar þar sem orsök innlagnar var óviss. Samkvæmt sóttvarnalækni (05.01.2022): “Ekkert barn á aldrinum 5-11 ára hefur enn sem komið er verið lagt inn á sjúkrahús hér á landi vegna COVID-19”. Þá höfðu um 3.200 börn á þessum aldri greinst með veiruna og lokið einangrun, en mun fleiri höfðu sýkst. Síðan 30. júní 2021 hafa fimmtán einstaklingar undir tvítugu þurft að leggjast inn með eða vegna COVID-19, en þúsundir hafa smitast. Innlagnirnar eru einna helst meðal ungbarna, og barna með undirliggjandi sjúkdóma. Höfundur er B.S. í verkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Við fjölskyldan smituðumst nýverið af veirunni fræknu, en nú hefur hún sennilega sýkt um 40% þjóðarinnar (1). Við fengum skammvinn og væg einkenni, eins og flestir. Á samfélagsmiðlum óska hundruð manna einkennalausum áhrifavöldum góðs bata. Hvernig nær maður bata ef það er ekkert að manni? Við einkennalausan Bjarna Ben sagði einn: „Vonandi lifir þú þetta af.“ Fólk sem fær væg eða engin einkenni er sagt heppið. Til að róa áhyggjur fólks tilkynna sumir einkennaleysi sitt, en þora vart að lýsa reynslu sinni, ella verði þeir ásakaðir um að gera lítið úr veirunni. Eftir standa litríkar lýsingar af verstu tilfellunum, sem gefa villandi mynd. Heppninnar vegna eru lýsingar flestra einskis virði. Þetta er öfugsnúið eins og svo margt annað í umræðunni. Upp er niður og niður er upp. Raunveruleikinn er þessi: 98% á göngudeildar einkennalitlir eða einkennalausir. 0,15% þeirra sem eru í einangrun liggja á spítala vegna COVID-19 (2). 0,06% þeirra sem hafa greinst hér á landi hafa látið lífið með eða vegna COVID-19. Það er ekki heppni að fá væg eða engin einkenni, enda við því að búast. Þvert á móti er óheppni að veikjast illa. Það er nefnilega óheppni að verða fyrir ólíklegum skaða, en það er ekki heppni að verða fyrir líklegum viðburði. Við getum ekki lifað í ótta við ólíklegar uppákomur og látið óttann stjórna lífi okkar. Þegar litið er fram hjá líkindunum er gjarnan einblínt á það versta sem getur gerst. Hættu og áhættu er ruglað saman. Hætta er eiginleiki sem getur valdið tjóni eða skaða. Áhætta er hins vegar hugtak sem lýsir alvarleika mögulegrar hættu og líkum á því að verða fyrir henni. Þessi ruglingur á hugtökum gerir manni ófært um að framkvæma áhættumat og taka þannig útreiknaða áhættu. Það verður ómögulegt að áætla ásættanlegan fórnarkostnað. Þessi hugsunarháttur hefur verið gegnumgangandi í faraldrinum. Hann endurspeglast í aðgerðum sem beinast að heilbrigðum ungmennum og börnum. Upp undir helmingur barna sem smitast er bókstaflega einkennalaus. Önnur fá kvef eða flensulík einkenni. Langvarandi fylgikvillar eru fátíðir og sjaldnast alvarlegir. Ekkert af þeim 3.200 börnum á aldrinum 5-11 ára sem greindust með kórónuveiruna fyrir 5. janúar þessa árs þurfti að leggjast inn á spítala (3). Líkur á alvarlegum veikindum eru hverfandi. Flensa og sumar aðrar umgangspestir eru jafnvel hættulegri börnum en þessi kórónuveira. Ekkert heiðarlegt áhættumat getur réttlætt þær aðgerðir sem yfirvöld hafa beitt gegn þessum hópum, enda er fórnarkostnaðurinn mikill. Sem dæmi má nefna rökin fyrir bólusetningu 5-11 ára barna. Þau byggðu varla á áhættumati, heldur var að miklu leyti einblínt á það versta sem getur gerst. “Smit meðal barna geta valdið alvarlegum veikindum þótt það sé sjaldgæft”. Langvarandi fylgikvillar hafa verið lítið rannsakaðir en virðast vera miklu sjaldgæfari hjá börnum en hjá fullorðnum, en þeir eru til. Þó svo að 90% smitist af hinu ofurvæga ómíkron afbrigði, getur barn smitast af delta, og við „vitum hvað delta getur gert”. Sérfræðingar eru ekki ónæmir fyrir þessum rökvillum. Í umfjöllunum sínum og ráðleggingum hafa sjónvarpslæknar iðulega lagt ofuráherslu á hættu frekar en áhættu. Þannig hafa þeir alið á ótta í stað þess að upplýsa almenning á uppbyggilegan máta. Þegar þeir bregðast okkur verðum við að vera á varðbergi, tilbúin að rýna í líkindi og beita gagnrýnni hugsun. Neðanmálsgreinar: Þann 13. febrúar voru 86 þúsund staðfest smit hér á landi (um 25% þjóðarinnar), en samkvæmt túlkun sóttvarnalæknis (03.02.2022) á fyrstu niðurstöðum úr rannsókn Íslenskrar Erfðagreiningar “má ætla að rúmlega helmingi fleiri hafi raunverulega sýkst en greinst hafa”. Þann 13. febrúar voru rúmlega 10 þúsund manns í einangrun. 15 lágu á spítalavegnaveirunnar, 17 lágu á spítalameðveiruna (en innlögnin var af öðrum orsökum) og fjórir til viðbótar þar sem orsök innlagnar var óviss. Samkvæmt sóttvarnalækni (05.01.2022): “Ekkert barn á aldrinum 5-11 ára hefur enn sem komið er verið lagt inn á sjúkrahús hér á landi vegna COVID-19”. Þá höfðu um 3.200 börn á þessum aldri greinst með veiruna og lokið einangrun, en mun fleiri höfðu sýkst. Síðan 30. júní 2021 hafa fimmtán einstaklingar undir tvítugu þurft að leggjast inn með eða vegna COVID-19, en þúsundir hafa smitast. Innlagnirnar eru einna helst meðal ungbarna, og barna með undirliggjandi sjúkdóma. Höfundur er B.S. í verkfræði.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun