Skuldar þrotabúi félags sonarins þrettán milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2022 14:00 Athafnamaðurinn Jón Ragnarsson hefur komið víða við. VÍSIR/VILHELM Athafnamaðurinn Jón Ragnarsson þarf að greiða þrotabúi Harrow House ehf. tæpar þrettán milljónir króna eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Sonur Jóns var eigandi alls hlutafjár í Harrow House, sem rak veitingastaðinn Primo að Þingholtsstræti 1 í Reykjavík, áður en hann varð gjaldþrota. Jón á langan feril að baki í viðskiptum og hefur oft verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hann erfði hlut í Hótel Valhöll á Þingvöllum frá foreldrum sínum og var lengi kenndur við þann stað. Ítarlega var fjallað um Jón á Vísi árið 2014, þegar deilur hans við veitingamanninn Jose Garcia, oft kenndur við Caruso, stóðu yfir. Eignarhaldsfélagið Harrow House sem hélt utan um eignarhald á veitingastaðnum Primo var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl 2020. Í dómi héraðsdóms kemur fram að Harrow House hafi yfir tveggja ára tímabil millifært 9,8 milljónir króna á bankareikning Jóns. Harrow House og veitingastaðurinn Primo voru í eigu Valdimars Jónssonar, sonar Jóns. Millifærslurnar voru bókaðar í bókhaldi félagsins sem kröfur á hendur Jóni, án frekari skýringa. Þá kemur einnig fram að Jón hafi tekið út vörur og þjónustu hjá Harrow House að upphæð 914 þúsund króna. Að auki var eldri krafa á hendur Jóni í bókhaldi félagsins upp á 2,1 milljón króna, sem færð hafði verið á viðskiptamannareikning úr eldra bókhaldskerfi félagsins. Þá var einnig skráð í bókhald Harrow House að hluta af kröfu Hótel Valhallar, félags í eigu Jóns, var skuldajafnað á móti útistandandi kröfu Jóns á Harrow House. Sagði greiðslurnar vera leigu til félags í eigu Jóns Eftir að Harrow House var tekið til gjaldþrotaskipta krafði þrotabúið Jón um greiðslu þessara skulda, sem hafi verið ógreiddar. Þá krafðist þrotabúið einnig að umrædd skuldajöfnun yrði dæmt ólögmæt. Fyrir dómi hélt Jón því fram að greiðslur Harrow House til hans hafi verið hluti af leigugreiðslum félagsins til Hótel Valhallar, sem greiddar hafi verið beint til hans af fyrirmælum leigusalans, sem var Hótel Valhöll. Þá hafi úttektir á veitingastaðnum ekki verið einkaúttekir hans heldur úttektir Hótel Valhallar, sem síðar hafi verið jafnað á móti leigukröfum félagsins. Það sama hafi átt við um eldri skuld sem getið var hér að ofan. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm. Mótmælti hann því einnig að um hafi verið að ræða greiðslur án endurgjalds. Þvert á móti hafi þetta verið greiðslur fyrir afnot af húsnæði í eigu félags í eigu Jóns, sem hafi verið nauðsynlegt Harrow House til að afla tekna. Engir samningar eða gögn Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á að umræddar greiðslur á bankareikning Jóns hafi verið vegna leigu á fasteign Hótel Valhallar. Þó að það félag væri í eigu Jóns væri það sjálfstæður lögaðili sem ekki væri samsamaður eigenda sínum á þann hátt sem Jón hélt fram fyrir dómi. Greiðslur Harrow House til Jóns voru því ekki taldar vera greiðslur til Hótel Valhallar. „Til þess að svo yrði þyrftu að liggja fyrir samningar, fyrirmæli eða önnur gögn sem sýndu fram á eða gerðu sennilegt að svo hefði verið. Svo er ekki í máli þessu,“ segir í dómi héraðsdóms. Að mati héraðsdóms á það sama við um úttektir á vörum og þjónustu Harrow House og eldri skuld hans við félagið. „Að mati dómsins liggur ekki annað fyrir í málinu en að um hafi verið að ræða úttektir og skuldir stefnda sjálfs en ekki Hótel Valhallar ehf..,“ segir ennfremur. Féllst dómurinn því á þá kröfu að hin 12,9 milljón króna skuld væri ógreidd. Þarf Jón því að greiða þrotabúinu umrædda fjárhæð. Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Fyrrum leigusala Caruso gert að greiða 750 þúsund Eigandi húsnæðisins þar sem Caruso var áður til húsa þarf að greiða málskostnað í máli hans gegn eiganda staðarins. 20. mars 2015 13:00 Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson komust í kastljósið eftir að þeir tóku yfir húsnæði Caruso í desember. 19. janúar 2015 12:17 Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso Rekstarfélag Caruso vill fá að sækja eigur inn í fyrra húsnæði staðarins eftir að hafa verið læstir þar úti í desember. 27. ágúst 2015 10:24 Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Jón á langan feril að baki í viðskiptum og hefur oft verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hann erfði hlut í Hótel Valhöll á Þingvöllum frá foreldrum sínum og var lengi kenndur við þann stað. Ítarlega var fjallað um Jón á Vísi árið 2014, þegar deilur hans við veitingamanninn Jose Garcia, oft kenndur við Caruso, stóðu yfir. Eignarhaldsfélagið Harrow House sem hélt utan um eignarhald á veitingastaðnum Primo var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl 2020. Í dómi héraðsdóms kemur fram að Harrow House hafi yfir tveggja ára tímabil millifært 9,8 milljónir króna á bankareikning Jóns. Harrow House og veitingastaðurinn Primo voru í eigu Valdimars Jónssonar, sonar Jóns. Millifærslurnar voru bókaðar í bókhaldi félagsins sem kröfur á hendur Jóni, án frekari skýringa. Þá kemur einnig fram að Jón hafi tekið út vörur og þjónustu hjá Harrow House að upphæð 914 þúsund króna. Að auki var eldri krafa á hendur Jóni í bókhaldi félagsins upp á 2,1 milljón króna, sem færð hafði verið á viðskiptamannareikning úr eldra bókhaldskerfi félagsins. Þá var einnig skráð í bókhald Harrow House að hluta af kröfu Hótel Valhallar, félags í eigu Jóns, var skuldajafnað á móti útistandandi kröfu Jóns á Harrow House. Sagði greiðslurnar vera leigu til félags í eigu Jóns Eftir að Harrow House var tekið til gjaldþrotaskipta krafði þrotabúið Jón um greiðslu þessara skulda, sem hafi verið ógreiddar. Þá krafðist þrotabúið einnig að umrædd skuldajöfnun yrði dæmt ólögmæt. Fyrir dómi hélt Jón því fram að greiðslur Harrow House til hans hafi verið hluti af leigugreiðslum félagsins til Hótel Valhallar, sem greiddar hafi verið beint til hans af fyrirmælum leigusalans, sem var Hótel Valhöll. Þá hafi úttektir á veitingastaðnum ekki verið einkaúttekir hans heldur úttektir Hótel Valhallar, sem síðar hafi verið jafnað á móti leigukröfum félagsins. Það sama hafi átt við um eldri skuld sem getið var hér að ofan. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm. Mótmælti hann því einnig að um hafi verið að ræða greiðslur án endurgjalds. Þvert á móti hafi þetta verið greiðslur fyrir afnot af húsnæði í eigu félags í eigu Jóns, sem hafi verið nauðsynlegt Harrow House til að afla tekna. Engir samningar eða gögn Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á að umræddar greiðslur á bankareikning Jóns hafi verið vegna leigu á fasteign Hótel Valhallar. Þó að það félag væri í eigu Jóns væri það sjálfstæður lögaðili sem ekki væri samsamaður eigenda sínum á þann hátt sem Jón hélt fram fyrir dómi. Greiðslur Harrow House til Jóns voru því ekki taldar vera greiðslur til Hótel Valhallar. „Til þess að svo yrði þyrftu að liggja fyrir samningar, fyrirmæli eða önnur gögn sem sýndu fram á eða gerðu sennilegt að svo hefði verið. Svo er ekki í máli þessu,“ segir í dómi héraðsdóms. Að mati héraðsdóms á það sama við um úttektir á vörum og þjónustu Harrow House og eldri skuld hans við félagið. „Að mati dómsins liggur ekki annað fyrir í málinu en að um hafi verið að ræða úttektir og skuldir stefnda sjálfs en ekki Hótel Valhallar ehf..,“ segir ennfremur. Féllst dómurinn því á þá kröfu að hin 12,9 milljón króna skuld væri ógreidd. Þarf Jón því að greiða þrotabúinu umrædda fjárhæð.
Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Fyrrum leigusala Caruso gert að greiða 750 þúsund Eigandi húsnæðisins þar sem Caruso var áður til húsa þarf að greiða málskostnað í máli hans gegn eiganda staðarins. 20. mars 2015 13:00 Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson komust í kastljósið eftir að þeir tóku yfir húsnæði Caruso í desember. 19. janúar 2015 12:17 Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso Rekstarfélag Caruso vill fá að sækja eigur inn í fyrra húsnæði staðarins eftir að hafa verið læstir þar úti í desember. 27. ágúst 2015 10:24 Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Fyrrum leigusala Caruso gert að greiða 750 þúsund Eigandi húsnæðisins þar sem Caruso var áður til húsa þarf að greiða málskostnað í máli hans gegn eiganda staðarins. 20. mars 2015 13:00
Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson komust í kastljósið eftir að þeir tóku yfir húsnæði Caruso í desember. 19. janúar 2015 12:17
Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso Rekstarfélag Caruso vill fá að sækja eigur inn í fyrra húsnæði staðarins eftir að hafa verið læstir þar úti í desember. 27. ágúst 2015 10:24
Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13