Viðskipti innlent

TVÍK hlaut Gul­leggið 2022

Árni Sæberg skrifar
Teymið á bak við TVÍK. Frá vinstri: Gamithra Marga, Safa Jemai og Atli Jasonarson.
Teymið á bak við TVÍK. Frá vinstri: Gamithra Marga, Safa Jemai og Atli Jasonarson. Gulleggið

Teymið á bak við TVÍK, eða tæknivædda íslenskukennarann, vann Gulleggið 2022, elstu frumkvöðlakeppni landsins.

Gulleggið er elsta frumkvöðlakeppni landsins og hefur reynst stökkpallur fyrir fyrirtæki á borð við Controlant, Meniga, Pay Analytics, Genki og fjölmörg önnur.

Lokakeppni Gulleggsins fór fram í Grósku í dag þar sem tíu stigahæstu teymin í nýsköpunarkeppninni kepptu til úrslita. 

Klippa: TVÍK - Gulleggið 2022

Teymið á bak við TVÍK bar sigur úr býtum og hlaut eina milljón króna í verðlaunafé. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, afhenti sigurvegurunum milljónina auk glæsilegs verðlaunagrips.

„TVÍK, eða tæknivæddi íslenskukennarinn, er gagnvirkur kennsluvettvangur sem styðst við nýjustu máltækniaðferðir til að hjálpa þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í að læra íslensku,“ segir á vefsíðu Gulleggsins.

Teymið skipa þau Atli Jasonarson, Gamithra Marga og Safa Jemai.

Keppnin var sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi. Hægt er að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Gulleggið 2022




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×