Maðurinn sem hélt Ómari Inga út úr úrvalsliði EM spilar ekki næsta hálfa árið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 08:30 Það er oft mjög erfitt að stoppa Mathias Gidsel og þá grípa menn til þeirra örþrifaráða að toga í treyjuna. AP/Anna Szilagyi Mathias Gidsel átti frábært Evrópumót með danska handboltalandsliðinu og svo gott að hann kom í veg fyrir að Ómar Ingi Magnússon, markakóngur EM, komst ekki í úrvalslið mótsins. Mótið endaði hins vegar ekki vel fyrir Gidsel. Gidsel meiddist strax í upphafi leiksins um bronsið og kom ekkert meira við sögu. Hann hélt sárþjáður um hné sitt og fréttirnar af meiðslum hans eru eins slæmar og óttast var í fyrstu. Gidsel spilar hjá GOG með Viktori Gísla Hallgrímssyni sem var í úrvalsliði mótsins eins of Daninn. Gidsel spilar sem örvhent skytta og hélt Ómari Inga Magnússyni, markakóngi EM, út úr úrvalsliðinu. GOG sagði frá þeim skelfilegum fréttum að Gidsel hafi slitið aftara krossbandið sitt. Hann þarf ekki að fara í aðgerð en verður frá í fjóra til sex mánuði. Hinn 22 ára gamli leikmaður er þegar orðinn stórstjarna í handboltanum og átti mikinn þátt í því að danska landsliðið vann þrenn verðlaun á einu ári, gull á HM 2021, silfur á ÓL 2021 og brons á EM 2022. Mathias Gidsel var frábær á öllum þessum mótum, í úrvalsliðinu á HM 2021 og EM 2022 auk þess að vera kosinn mikilvægasti leikmaðurinn á Ólympíuleikunum. Á þessum EM var hann með 37 mörk og klikkaði aðeins á fjórum skotum allt mótið. Imponerende tall av Gidsel, men den fremstillingen... https://t.co/nCRvhoSyZt pic.twitter.com/ad4Di0EKt3— Christian Sørensen (@StevieY82) January 31, 2022 Hann gaf líka 35 stoðsendingar á mótinu en í sigurleiknum á móti Íslandi var Gidsel með níu mörk úr níu skotum og gaf 10 stoðsendingar að auki. „Auðvitað er ég mjög leiður yfir þessu. Við erum á miðju frábæru tímabili með GOG og það voru margir spennandi leikir á næstunni. Það er óheppilegt að ég geti ekki verið með í þeim. Núna vil ég einbeita mér að því að ná mér hundrað prósent og vinna í því að styrkja hnéð á ný,“ sagði Mathias Gidsel í fréttatilkynningu GOG. Þetta er síðasta tímabil með Mathias Gidsel með GOG og líklegt að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir danska félagið. Á næsta tímabili gengur hann til liðs við Füchse Berlin í þýsku bundesligunni. #Tokyo2020 MVP and now #ehfeuro2022 All-star Team Right Back... Gidsel is simply pic.twitter.com/B3mXj1a6xi— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022 EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira
Gidsel meiddist strax í upphafi leiksins um bronsið og kom ekkert meira við sögu. Hann hélt sárþjáður um hné sitt og fréttirnar af meiðslum hans eru eins slæmar og óttast var í fyrstu. Gidsel spilar hjá GOG með Viktori Gísla Hallgrímssyni sem var í úrvalsliði mótsins eins of Daninn. Gidsel spilar sem örvhent skytta og hélt Ómari Inga Magnússyni, markakóngi EM, út úr úrvalsliðinu. GOG sagði frá þeim skelfilegum fréttum að Gidsel hafi slitið aftara krossbandið sitt. Hann þarf ekki að fara í aðgerð en verður frá í fjóra til sex mánuði. Hinn 22 ára gamli leikmaður er þegar orðinn stórstjarna í handboltanum og átti mikinn þátt í því að danska landsliðið vann þrenn verðlaun á einu ári, gull á HM 2021, silfur á ÓL 2021 og brons á EM 2022. Mathias Gidsel var frábær á öllum þessum mótum, í úrvalsliðinu á HM 2021 og EM 2022 auk þess að vera kosinn mikilvægasti leikmaðurinn á Ólympíuleikunum. Á þessum EM var hann með 37 mörk og klikkaði aðeins á fjórum skotum allt mótið. Imponerende tall av Gidsel, men den fremstillingen... https://t.co/nCRvhoSyZt pic.twitter.com/ad4Di0EKt3— Christian Sørensen (@StevieY82) January 31, 2022 Hann gaf líka 35 stoðsendingar á mótinu en í sigurleiknum á móti Íslandi var Gidsel með níu mörk úr níu skotum og gaf 10 stoðsendingar að auki. „Auðvitað er ég mjög leiður yfir þessu. Við erum á miðju frábæru tímabili með GOG og það voru margir spennandi leikir á næstunni. Það er óheppilegt að ég geti ekki verið með í þeim. Núna vil ég einbeita mér að því að ná mér hundrað prósent og vinna í því að styrkja hnéð á ný,“ sagði Mathias Gidsel í fréttatilkynningu GOG. Þetta er síðasta tímabil með Mathias Gidsel með GOG og líklegt að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir danska félagið. Á næsta tímabili gengur hann til liðs við Füchse Berlin í þýsku bundesligunni. #Tokyo2020 MVP and now #ehfeuro2022 All-star Team Right Back... Gidsel is simply pic.twitter.com/B3mXj1a6xi— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022
EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira