Viðskipti innlent

Fangelsi og 60 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar skatta­laga­brot

Atli Ísleifsson skrifar
Dómurinn féll í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi.
Dómurinn féll í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt mann í sex mánaða fangelsi og greiðslu sextíu milljóna króna sektar fyrir meiri háttar brot á skattalögum og peningaþvætti í rekstri einkahlutafélags. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingar haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár.

Maðurinn var stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins og sakfelldur fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins, samtals tæplega 30 milljónum króna, á tímabilinu desember 2018 til janúar 2020.

Hann var sömuleiðis sakfelldur fyrir peningaþvætti fyrir að hafa aflað ávinnings af þessum brotum og nýtt ávinninginn í þágu reksturs einkahlutafélagsins eða eftir atvikum í eigin þágu.

Maðurinn viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um brotin líkt og þeim var lýst í ákæru.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×