„Held að mér hafi sjaldan verið komið jafn jákvætt á óvart og með hans frammistöðu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2022 12:30 Þráinn Orri Jónsson í viðtali við Stöð 2 Sport eftir sigurinn á Svartfellingum. getty/Jure Erzen Strákarnir í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar voru afar hrifnir af innkomu Þráins Orra Jónssonar í sigri Íslands á Svartfjallalandi á EM í gær. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn en hann var kallaður út til Búdapest vegna mikilla forfalla sökum kórónuveirusmita. Þráinn kom ekkert við sögu í leiknum gegn Króatíu en spilaði um hálftíma í sigrinum örugga á Svartfjallalandi í gær. Það var í fyrsta sinn sem Þráinn, sem er 28 ára, kom inn á í landsleik á ferlinum. „Menn koma ekki inn af bekknum heldur úr slæmri meðferð hjá Haukum,“ sagði Róbert Gunnarsson í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Hann skaut þarna létt á félaga sinn, Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem hefur stýrt æfingum Hauka að undanförnu. Í viðtali við Vísi eftir leikinn í gær sagði Þráinn að æfingar Ásgeirs væru þær leiðinlegustu sem hann hefði farið á en gagnlegar þó. „Hann var þvílíkt flottur. Það má segja það um alla þessa stráka, í öllu þessu covid fíaskói, hafa menn virkilega tekið við keflinu og staðið sig frábærlega,“ sagði Róbert. Þráinn skoraði tvö mörk í leiknum í gær, fiskaði eitt vítakast og lét til sín taka í íslensku vörninni. „Ég held að mér hafi sjaldan verið komið jafn jákvætt á óvart og með hans frammistöðu. Ekki því hann er svo lélegur heldur að hann hefur aldrei hitt Guðmund og þessa gaura áður. Hann mætti bara, spilaði ekkert í fyrsta leiknum en kom svo inn á í gær og var þrusugóður,“ sagði Ásgeir. „En það er gott að hann er í góðri æfingu og í góðu formi,“ bætti Ásgeir við í léttum dúr. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn en hann var kallaður út til Búdapest vegna mikilla forfalla sökum kórónuveirusmita. Þráinn kom ekkert við sögu í leiknum gegn Króatíu en spilaði um hálftíma í sigrinum örugga á Svartfjallalandi í gær. Það var í fyrsta sinn sem Þráinn, sem er 28 ára, kom inn á í landsleik á ferlinum. „Menn koma ekki inn af bekknum heldur úr slæmri meðferð hjá Haukum,“ sagði Róbert Gunnarsson í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Hann skaut þarna létt á félaga sinn, Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem hefur stýrt æfingum Hauka að undanförnu. Í viðtali við Vísi eftir leikinn í gær sagði Þráinn að æfingar Ásgeirs væru þær leiðinlegustu sem hann hefði farið á en gagnlegar þó. „Hann var þvílíkt flottur. Það má segja það um alla þessa stráka, í öllu þessu covid fíaskói, hafa menn virkilega tekið við keflinu og staðið sig frábærlega,“ sagði Róbert. Þráinn skoraði tvö mörk í leiknum í gær, fiskaði eitt vítakast og lét til sín taka í íslensku vörninni. „Ég held að mér hafi sjaldan verið komið jafn jákvætt á óvart og með hans frammistöðu. Ekki því hann er svo lélegur heldur að hann hefur aldrei hitt Guðmund og þessa gaura áður. Hann mætti bara, spilaði ekkert í fyrsta leiknum en kom svo inn á í gær og var þrusugóður,“ sagði Ásgeir. „En það er gott að hann er í góðri æfingu og í góðu formi,“ bætti Ásgeir við í léttum dúr. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita