Viðskipti innlent

Auður Lilja og Ómar Örn í nýjar stöður hjá Öryggis­mið­stöðinni

Atli Ísleifsson skrifar
Auður Lilja Davíðsdóttir og Ómar Örn Jónsson.
Auður Lilja Davíðsdóttir og Ómar Örn Jónsson. Aðsend

Auður Lilja Davíðsdóttir hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Öryggismiðstöðvarinnar og Ómar Örn Jónsson við starfi framkvæmdastjóri velferðartækni hjá fyrirtækinu. 

Sagt er frá skipulagsbreytingunum í tilkynningu. Segir að Ómar Örn hafi starfað hjá Öryggismiðstöðinni allt frá árinu 2003 og setið í framkvæmdastjórn fyrst sem yfirmaður sölumála og síðar sem framkvæmdastjóri markaðsmála.

„Við starfi markaðsstjóra Öryggismiðstöðvarinnar tekur Auður Lilja Davíðsdóttir sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra sölusviðs en samhliða þessum breytingum eru markaðs- og sölusvið nú sameinuð undir stjórn Auðar Lilju. Hún hefur starfað hjá Öryggismiðstöðinni síðastliðin 17 ár og verið stjórnandi á sölusviði síðan 2013. Hún er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.