Albumm

Grafin og geymd í bakgarði Eiríks Haukssonar

Ritstjórn Albúmm.is skrifar

GasMask Man er eitt af dulnefnum fjöllistamannsins Bjarna Gauts sem hefur látið að sér kveða á ýmsum sviðum svo sem í uppistandi, skransölu, gjörningum, glæfraskap, áhættuleik og kvikmyndagerð svo lítið eitt sé nefnt… en við erum ekki hér til að tala um það. 

GasMask Man er eitt af dulnefnum fjöllistamannsins Bjarna Gauts sem hefur látið að sér kveða á ýmsum sviðum svo sem í uppistandi, skransölu, gjörningum, glæfraskap, áhættuleik og kvikmyndagerð svo lítið eitt sé nefnt… en við erum ekki hér til að tala um það.

Við ætlum hér að ræða Born in Jonestown sem er glæný plata umrædds sem er búinn að vera grafinn og geymd, þó ei gleymd í bakgarði Eiríks Haukssonar. Í skjóli nætur var hún grafin upp og er hér komin á yfirborðið og tilbúin í eyrun!

Born in Jonestown er rammpólitísk ádeila á samtímann, vafinn inn í vanvirðingsvindill gegn stöðnuðum gildum úrelts samfélags. GasMask Man gefur status quo milli fingurinn og bendir á fáránleika heimsins á grimman en jafnframt skopfullan hátt. Platan er gefin út af Brthdayboy Records.

Búið yður undir að blöskra eða fá trúarlega uppljómun og finna næsta leiðtoga lífs þíns og vonar.

Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.