Þurfa að aflétta króatísku bölvuninni Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 10:00 Domagoj Duvnjak hefur oft reynst Íslandi erfiður í gegnum árin en er ekki með Króötum á EM vegna bakmeiðsla. EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH Ef að Ísland ætlar að taka stórt skref í átt að undanúrslitum á EM í handbolta í dag þarf liðið að gera nokkuð sem Ísland hefur aldrei gert á stórmóti – vinna Króatíu. Ísland og Króatía hafa sjö sinnum mæst á stórmóti í gegnum tíðina og aldrei hefur Ísland fagnað sigri. Króatar hafa unnið sex leiki og liðin einu sinni gert jafntefli, á Evrópumótinu í Austurríki 2010 þegar Ísland náði sínum besta árangri á EM með því að vinna brons. Leikir Íslands við Króatíu á stórmótum: HM 2019: Ísland 27 – 31 Króatía EM 2018: Ísland 22 – 29 Króatía EM 2016: Ísland 28 – 37 Króatía EM 2012: Ísland 29 – 31 Króatía EM 2010: Ísland 26 – 26 Króatía EM 2006: Ísland 28 – 29 Króatía ÓL 2004: Ísland 30 – 34 Króatía Gengi Króatíu, sem vann silfur á EM fyrir tveimur árum, það sem af er EM í ár gefur hins vegar ákveðna von um að bölvun íslenska liðsins verði aflétt í dag. Þeir hafa lent í kórónuveirusmitum, þó ekki eins illa og Íslendingar, og verið án sinnar stærstu stjörnu, Domagoj Duvnjak, vegna bakmeiðsla. Króatar eru án stiga í milliriðli 1, eftir óvænt 32-26 tap gegn Svartfjallalandi og svo frekar naumt tap gegn Danmörku á laugardaginn, 27-25. Í byrjun móts töpuðu þeir 27-22 gegn Frökkum. Króatar nánast fastagestir í undanúrslitum Króatar hafa lengi verið í allra fremstu röð í handbolta þó að gullverðlaunin hafi skort síðustu sautján ár, en þeir urðu Ólympíumeistarar 1996 og 2004, og heimsmeistarar 2003. Þeir unnu silfurverðlaun á síðasta Evrópumóti, fyrir tveimur árum, eftir 22-20 tap gegn Spáni í úrslitaleik. Leikstjórnandinn töfrandi Domagoj Duvnjak var valinn maður mótsins en missir af mótinu í ár vegna fyrrnefndra bakmeiðsla. Íslendingar þurfa að reyna að hafa hemil á hinum magnaða Luka Cindric, sem var liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, sem stýrir sóknarleik Króata.Getty/Sven Hoppe Versta niðurstaða Króatíu á síðustu níu Evrópumótum, eða frá og með EM 2004, er 5. sæti á heimavelli árið 2018. Á átta af síðustu níu Evrópumótum hefur Króatía sem sagt komist í undanúrslit, og þrisvar í úrslitaleikinn þar sem liðið hefur þó alltaf tapað. Alls hefur Króatía unnið þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun í sögu EM. Nú þegar er hins vegar ljóst að Króatía kemst ekki í undanúrslit á EM í ár, og aðeins ef allt gengur að óskum þess getur liðið í besta falli leikið um 5. sæti á mótinu. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Ísland og Króatía hafa sjö sinnum mæst á stórmóti í gegnum tíðina og aldrei hefur Ísland fagnað sigri. Króatar hafa unnið sex leiki og liðin einu sinni gert jafntefli, á Evrópumótinu í Austurríki 2010 þegar Ísland náði sínum besta árangri á EM með því að vinna brons. Leikir Íslands við Króatíu á stórmótum: HM 2019: Ísland 27 – 31 Króatía EM 2018: Ísland 22 – 29 Króatía EM 2016: Ísland 28 – 37 Króatía EM 2012: Ísland 29 – 31 Króatía EM 2010: Ísland 26 – 26 Króatía EM 2006: Ísland 28 – 29 Króatía ÓL 2004: Ísland 30 – 34 Króatía Gengi Króatíu, sem vann silfur á EM fyrir tveimur árum, það sem af er EM í ár gefur hins vegar ákveðna von um að bölvun íslenska liðsins verði aflétt í dag. Þeir hafa lent í kórónuveirusmitum, þó ekki eins illa og Íslendingar, og verið án sinnar stærstu stjörnu, Domagoj Duvnjak, vegna bakmeiðsla. Króatar eru án stiga í milliriðli 1, eftir óvænt 32-26 tap gegn Svartfjallalandi og svo frekar naumt tap gegn Danmörku á laugardaginn, 27-25. Í byrjun móts töpuðu þeir 27-22 gegn Frökkum. Króatar nánast fastagestir í undanúrslitum Króatar hafa lengi verið í allra fremstu röð í handbolta þó að gullverðlaunin hafi skort síðustu sautján ár, en þeir urðu Ólympíumeistarar 1996 og 2004, og heimsmeistarar 2003. Þeir unnu silfurverðlaun á síðasta Evrópumóti, fyrir tveimur árum, eftir 22-20 tap gegn Spáni í úrslitaleik. Leikstjórnandinn töfrandi Domagoj Duvnjak var valinn maður mótsins en missir af mótinu í ár vegna fyrrnefndra bakmeiðsla. Íslendingar þurfa að reyna að hafa hemil á hinum magnaða Luka Cindric, sem var liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, sem stýrir sóknarleik Króata.Getty/Sven Hoppe Versta niðurstaða Króatíu á síðustu níu Evrópumótum, eða frá og með EM 2004, er 5. sæti á heimavelli árið 2018. Á átta af síðustu níu Evrópumótum hefur Króatía sem sagt komist í undanúrslit, og þrisvar í úrslitaleikinn þar sem liðið hefur þó alltaf tapað. Alls hefur Króatía unnið þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun í sögu EM. Nú þegar er hins vegar ljóst að Króatía kemst ekki í undanúrslit á EM í ár, og aðeins ef allt gengur að óskum þess getur liðið í besta falli leikið um 5. sæti á mótinu.
Leikir Íslands við Króatíu á stórmótum: HM 2019: Ísland 27 – 31 Króatía EM 2018: Ísland 22 – 29 Króatía EM 2016: Ísland 28 – 37 Króatía EM 2012: Ísland 29 – 31 Króatía EM 2010: Ísland 26 – 26 Króatía EM 2006: Ísland 28 – 29 Króatía ÓL 2004: Ísland 30 – 34 Króatía
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira