Viðskipti innlent

Auður ráðin gæða­stjóri Dis­ti­ca

Atli Ísleifsson skrifar
Auður Aðalbjarnardóttir.
Auður Aðalbjarnardóttir. Distica

Auður Aðalbjarnardóttir hefur verið ráðin gæðastjóri eða faglegur forstöðumaður hjá Distica. Hún tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Í tilkynningu frá Distica segir að Auður taki við starfinu af Hrönn Ágústsdóttir sem tekur við starfi ábyrgðahafa Distica.

„Auður hefur víðtæka reynslu úr lyfjageiranum en hún kemur til Distica frá Alvotech þar sem hún gegndi stöðu deildarstjóra á gæðastjórnunarsviði. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri við hönnun og innleiðingu á alþjóðlegu gæðastjórnunarkerfi fyrir Alvogen. Auður leiddi um árabil þverfaglegt teymi hjá Actavis sem bar ábyrgð á þróun, rannsóknum og skráningu lyfja í fjölda landa. Auk þess hefur hún unnið sem verkefnastjóri í lyfjaskráningum hjá Actavis. Auður er með M.Sc. í líf- og læknisfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc í líffræði frá sama skóla.

Auður er gift Unnsteini Grétarssyni og saman eiga þau þrjú börn.“

Um félagið segir að Distica sé leiðandi á sínum markaði og sérhæfi sig í vörustjórnun fyrir fyrirtæki á heilbrigðismarkaði. „Distica dreifir m.a lyfjum, rannsóknartækjum, rekstrarvörum og neytendavörum til sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila, tannlækna, dýralækna og verslana. Árstekjur Distica 2021 voru 26 milljarðar og stöðugildi 90.“

Distica er dótturfélag innan Veritas.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×