Viggó var næst markahæsti maður íslenska liðsins með níu mörk í fræknum átta marka sigri gegn Ólympíumeisturum Frakka. Markahæstur var Ómar Ingi Magnússon með tíu.
Markið sem Viggó skoraði og var valið fallegasta mark dagsins var seinasta mark hans í leiknum, en með markinu kom hann Íslendingum í 28-21. Viggó fékk þá boltann úti við hliðarlínu hægra meginn, lék listilega á Dylan Nahi og setti boltann svo hárfínt yfir höfuð Wesley Pardin í marki Frakka.
Evrópska handknattleikssambandið EHF birti lista yfir fimm fallegustu mörk gærdagsins og má sjá þau í Twitter-færslunni hér fyrir neðan.
Once again, the #ehfeuro2022 was full of surprises 🤯🤪
— EHF EURO (@EHFEURO) January 23, 2022
Best goal of the day? 😲
1️⃣ Viggo Kristjánsson | @HSI_Iceland 🇮🇸
2️⃣ Milos Bozovic | @rukometnisavez 🇲🇪
3️⃣ @mikkelhansen24 | @dhf_haandbold 🇩🇰
4️⃣ Samir Benghanem | @Handbal_NL 🇳🇱
5️⃣ Tin Lucin | @HRStwitt 🇭🇷 pic.twitter.com/2sNDsrgFVg