Viðskipti innlent

Samkeppniseftirlitinu hefur borist tilkynning vegna kaupa Ardian á Mílu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Salan á Mílu hefur verið tilkynnt til Samkeppniseftirlitsins. 
Salan á Mílu hefur verið tilkynnt til Samkeppniseftirlitsins.  Vísir/Vilhelm

Samkeppniseftirlitinu barst í gær styttri samrunatilkynning vegna kaupa franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu ehf. 

Ardian og Míla, dótturfélag Símans hf., upplýstu Samkeppniseftirlitið fyrst um viðskiptin með bréfi 1. nóvember síðastliðinn en þá töldu samrunaaðilarnir að samruninn væri ekki tilkynningaskyldur vegna lítillar starfsemi Ardian á Íslandi. Þetta segir í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. 

Um miðjan desember síðastliðinn upplýstu aðilarnir svo um að velta Adrian og dótturfélaga væri meiri hérlendis en áður var talið og væri samruninn því tilkynningarskyldur en Samkeppniseftirlitið hafði kallað eftir tilkynningu vegna samrunans í nóvember. Að mati eftirlitsins var tilefni til þess að óska eftir upplýsingum um samrunaskrá vegna kaupanna og taka þau til skoðunar. 

Samkeppniseftirlitið mun nú fara yfir tilkynninguna og meta hvort hún sé fullnægjandi og innihaldi allar nauðsynlegar upplýsingar um samrunann. Tímafrestir til rannsóknar á samrunanum byrja ekki að líða fyrr en fullnægjandi tilkynning hefur borist og verður því staða málsins verða birt fyrst á upplýsingasíðu um stöðu samruna þegar tilkynningin hefur verið metin fullnægjandi. 


Tengdar fréttir

Segja sölu Mílu ekki ógna þjóðaröryggi

Búið er að skrifa undir samning um kvaðir sem snúa að rekstri Mílu eftir að franska fyrirtækið Ardian France SA kaupir það af Símanum. Það var gert eftir viðræður fulltrúa fyrirtækjanna og ríkisstjórnar Íslands um tryggja að starfsemi Mílu samrýmist þjóðaröryggishagsmunum Íslands eftir söluna.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.