Viðskipti innlent

Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 far­þega­þotum

Eiður Þór Árnason skrifar
Boeing 737 MAX 8 floti Icelandair heldur áfram að stækka.
Boeing 737 MAX 8 floti Icelandair heldur áfram að stækka. Vísir/KMU

Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group til Kauphallarinnar en með þessari viðbót verður félagið með fjórtán MAX vélar í rekstri næsta sumar.

„Við erum mjög ánægð að tilkynna þessa nýju samninga við DAE, fyrirtæki sem við höfum átt í viðskiptum við um árabil. Við sáum tækifæri og þörf til að bæta við Boeing 737 MAX vélum í flota okkar vegna áframhaldandi uppbyggingar leiðakerfisins og hagfelldra aðstæðna á flugvélamörkuðum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningunni.

MAX vélarnar hafi reynst félaginu afar vel og jafnvel betur en búist var við, bæði hvað varðar drægni og eldsneytisnýtingu. Bogi segir vélarnar mikilvægan þátt í því að draga úr kolefnislosun í starfsemi Icelandair.


Tengdar fréttir

Þrjár nýjar Boeing Max bætast í flota Icelandair

Þrjá nýjar Boeing 737 Max þotur bætast í flota Icelandair í þessari viku. Tvær þeirra komu til Keflavíkurflugvallar í nótt frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle og sú þriðja er áætluð til landsins á næstu dögum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×