Bandarísk flugfélög ósátt við Kúbuflug Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2022 14:53 Icelandair fékk nýverið leyfi til að fljúga 170 flugferðir á milli Bandaríkjanna og Kúbu. Vísir/Vilhelm Þrjú bandarísk flugfélög sem stunda áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og Kúbu mótmæltu því að að Icelandair yrði heimilað að fljúga á milli Orlando í Bandaríkjunum og Havana í Kúbu. Bandarísk yfirvöld sögðu engin rök hníga að því að taka mótmæli flugfélagana til greina. Eftir að hafa samið um á annan tug flugferða á milli Orlando og Havana á tímabilinu október til desember síðastliðinn sótti Icelandair um leyfi til bandarískra yfirvalda um að fá að fljúga 170 ferðir frá Miami, Orlando og Houston til Kúbu á vegum Anmart ferðaheildsalans frá janúar til loka maí. Hélt því fram að markmið Icelandair væri að koma efnahagslegu höggi á keppinautana Bandarísk yfirvöld gáfu Icelandair grænt ljós í síðustu viku en þrjú bandarísk flugfélög voru ekki kát með það að Icelandair væri að fikra sig inn á þeirra svæði, ef svo má að orði komast. Um er að ræða flugfélögin Swift Air, World Atlantic Airlines og Global Crossing Airlines. „Aðalástæða þess að Icelandair vill fá leyfi fyrir 170 flugferðum yfir þriggja mánaða tímabil er sú að þeir vilja koma efnahagslegu höggi á flugfélögin,“ skrifaði Mark Schneider, lögmaður á vegum Global Crossing Airlines í umsögn þar sem umsókn Icelandair var harðlega mótmælt. Er því haldið fram að með þessu væri Icelandair að hrifsa til sín umtalsverða markaðshlutdeild, með tilheyrandi slæmum áhrifum á bandarísku flugfélögin. Ekki óalgengt að farþegar á leið til Kúbu ferðist með fimm töskur Í svari lögmanns Icelandair við umsögn Global Crossing segir að ekki verði séð að fullyrðingar bandaríska flugfélagsins um markmið Icelandair sé að koma höggi á keppinauta sína, enda sé engin gögn sett fram til stuðnings um það. Þá er talið upp að ekki sé búið að sækja um öll laus pláss til þess að fljúga til Kúbu frá Bandaríkjunum, auk þess sem að bent er á að Icelandair muni notast við stærri flugvélar en önnur flugfélög sem geti betur sinnt þeirri sértæku eftirspurn sen sé eftir flugi til Kúbu. Eftirspurn sem núverandi flugfélög ná ekki að anna. Þetta sé mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að mikilvægasti kúnnahópurinn, Bandaríkjamenn með ættir að rekja til Kúbu, ferðist iðulega með mikinn farangur, allt að fimm töskur hver. Ljóst sé að Global Crossing eigi erfitt með að mæta þeirri eftirspurn. Sem fyrr segir heimilaði bandaríska samgönguráðuneytið umsókn Icelandair, meðal annars á grundvelli þess að enn séu laus pláss fyrir Kúbuflug frá Bandaríkjunum og engar aðrar umsóknir liggi fyrir á þessari stundu. Engin ástæða væri fyrir því að takmarka flug Icelandair sem væri á vegum fyrirtæki frá Bandaríkjunum. Bandaríkin Icelandair Kúba Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. 15. september 2021 14:29 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira
Eftir að hafa samið um á annan tug flugferða á milli Orlando og Havana á tímabilinu október til desember síðastliðinn sótti Icelandair um leyfi til bandarískra yfirvalda um að fá að fljúga 170 ferðir frá Miami, Orlando og Houston til Kúbu á vegum Anmart ferðaheildsalans frá janúar til loka maí. Hélt því fram að markmið Icelandair væri að koma efnahagslegu höggi á keppinautana Bandarísk yfirvöld gáfu Icelandair grænt ljós í síðustu viku en þrjú bandarísk flugfélög voru ekki kát með það að Icelandair væri að fikra sig inn á þeirra svæði, ef svo má að orði komast. Um er að ræða flugfélögin Swift Air, World Atlantic Airlines og Global Crossing Airlines. „Aðalástæða þess að Icelandair vill fá leyfi fyrir 170 flugferðum yfir þriggja mánaða tímabil er sú að þeir vilja koma efnahagslegu höggi á flugfélögin,“ skrifaði Mark Schneider, lögmaður á vegum Global Crossing Airlines í umsögn þar sem umsókn Icelandair var harðlega mótmælt. Er því haldið fram að með þessu væri Icelandair að hrifsa til sín umtalsverða markaðshlutdeild, með tilheyrandi slæmum áhrifum á bandarísku flugfélögin. Ekki óalgengt að farþegar á leið til Kúbu ferðist með fimm töskur Í svari lögmanns Icelandair við umsögn Global Crossing segir að ekki verði séð að fullyrðingar bandaríska flugfélagsins um markmið Icelandair sé að koma höggi á keppinauta sína, enda sé engin gögn sett fram til stuðnings um það. Þá er talið upp að ekki sé búið að sækja um öll laus pláss til þess að fljúga til Kúbu frá Bandaríkjunum, auk þess sem að bent er á að Icelandair muni notast við stærri flugvélar en önnur flugfélög sem geti betur sinnt þeirri sértæku eftirspurn sen sé eftir flugi til Kúbu. Eftirspurn sem núverandi flugfélög ná ekki að anna. Þetta sé mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að mikilvægasti kúnnahópurinn, Bandaríkjamenn með ættir að rekja til Kúbu, ferðist iðulega með mikinn farangur, allt að fimm töskur hver. Ljóst sé að Global Crossing eigi erfitt með að mæta þeirri eftirspurn. Sem fyrr segir heimilaði bandaríska samgönguráðuneytið umsókn Icelandair, meðal annars á grundvelli þess að enn séu laus pláss fyrir Kúbuflug frá Bandaríkjunum og engar aðrar umsóknir liggi fyrir á þessari stundu. Engin ástæða væri fyrir því að takmarka flug Icelandair sem væri á vegum fyrirtæki frá Bandaríkjunum.
Bandaríkin Icelandair Kúba Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. 15. september 2021 14:29 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira
Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. 15. september 2021 14:29