Klinkið

Ólafur Teitur til Carbfix

Ritstjórn Innherja skrifar
Ólafur Teitur Guðnason mun stýra samskiptum og kynningarmálum fyrir Carbfix.
Ólafur Teitur Guðnason mun stýra samskiptum og kynningarmálum fyrir Carbfix.

Ólafur Teitur Guðnason, fyrrverandi aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, mun hefja störf hjá fyrirtækinu Carbfix í mars.

Þar kemur hann til með að stýra samskiptum og kynningarmálum. Þetta herma heimildir Innherja.

Carbfix er fyrirtæki sem var stofnað með það að markmiði að sýna samfélagsábyrgð í verki með því að stórauka kolefnisförgun hér á landi og erlendis. Carbfix hefur þróað nýja tækni, sem vakið hefur heimsathygli, til að binda kolefni varanlega í jarðvegi með því að umbreyta því í steinefni. Nýlega var meðal annars tilkynnt um samstarf fyrirtækisins við Rio Tinto um viðamikið verkefni á þessu sviði í Straumsvík.

Ólafur Teitur var fréttamaður árin 1998 til 2007, fyrst hjá RÚV, þá DV og svo Viðskiptablaðinu. Hann var fjölmiðlafulltrúi Straums-Burðaráss fjárfestingabanka 2008 og svo ráðinn framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi hf., sem rekur álverið í Straumsvík. 

Hann var svo ráðinn aðstoðarmaður Þórdísar í ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Þá var hann var í stjórn Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, frá stofnun 2011 og til ársins 2015.

Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×