N1 selur límgildrur sem óheimilt er að nota Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2022 16:54 Matvælastofnun hefur margoft vakið athygli á málinu Vísir/Getty Fyrirtækið N1 selur sérstakar límgildrur sem Matvælastofnun hefur sagt að samræmist ekki lögum um dýravelferð. Samkvæmt lögunum er óheimilt að beita aðferðum við aflífun dýra, sem valda þeim óþarfa limlestingum eða kvölum. Límgildrurnar eru til sölu á sölustöðum og í vefverslun N1. Matvælastofnun vakti fyrst athygli á málinu árið 2014 með tilkynningu á vef sínum. Árið 2017 var erindið aftur ítrekað og nú síðast í desember árið 2021. Í nýjustu tilkynningu Matvælastofnunar segir: „Stofnunin vill sérstaklega árétta að notkun límbakka og drekkingargildra brjóta gegn ákvæðum laga um velferð dýra.“ Þá segir einnig í tilkynningu Matvælastofnunar frá 2017: „Með notkun límgildra er aflífun meindýra ekki með eins skjótum og sársaukalausum hætti og unnt er og geta límgildrur valdið óþarfa limlegstingum og kvölum. Límgildrur notaðar til meindýravarna eru þ.a.l. brot á dýravelferðarlögum.“ Lagalegt tómarúm Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé bagaleg. Óheimilt er að nota límgildrurnar en lögin taka ekki beint á sölu eða dreifingu límgildra. Stjórnvaldið geti því aðeins beint tilmælum til þeirra fyrirtækja sem selja límgildrur. Þóra segir að enn sé beðið eftir því að lögunum verði breytt svo hægt verði að taka á málum sem þessum. Tilmælum hafi verið beint til ráðuneytisins. Hún segir að límgildrurnar séu til dæmis sérstaklega teknar fyrir í greinargerð sem fylgir lögum um dýravelferð en þær eru sagðar valda dýrum óþarfa þjáningu. Samkvæmt lögunum er bannað að nota slík tól. „Það er túlkun Matvælastofnunar, sem staðfest er af ráðuneytinunu, að það er í andstöðu við lögin að nota límgildurnar. Lagabókstafurinn er ekki nægilega skýr hvað varðar bann á sölu og dreifingu. Þess vegna höfum við ekki getað gengið hart fram hvað það varðar. Við höfum sannarlega fylgt eftir öllum ábendingum um notkun og það er augljóslega óæskilegt að selja gildrur sem bannað er að nota,“ segir Þóra. Dýraheilbrigði Verslun Bensín og olía Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Límgildrurnar eru til sölu á sölustöðum og í vefverslun N1. Matvælastofnun vakti fyrst athygli á málinu árið 2014 með tilkynningu á vef sínum. Árið 2017 var erindið aftur ítrekað og nú síðast í desember árið 2021. Í nýjustu tilkynningu Matvælastofnunar segir: „Stofnunin vill sérstaklega árétta að notkun límbakka og drekkingargildra brjóta gegn ákvæðum laga um velferð dýra.“ Þá segir einnig í tilkynningu Matvælastofnunar frá 2017: „Með notkun límgildra er aflífun meindýra ekki með eins skjótum og sársaukalausum hætti og unnt er og geta límgildrur valdið óþarfa limlegstingum og kvölum. Límgildrur notaðar til meindýravarna eru þ.a.l. brot á dýravelferðarlögum.“ Lagalegt tómarúm Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé bagaleg. Óheimilt er að nota límgildrurnar en lögin taka ekki beint á sölu eða dreifingu límgildra. Stjórnvaldið geti því aðeins beint tilmælum til þeirra fyrirtækja sem selja límgildrur. Þóra segir að enn sé beðið eftir því að lögunum verði breytt svo hægt verði að taka á málum sem þessum. Tilmælum hafi verið beint til ráðuneytisins. Hún segir að límgildrurnar séu til dæmis sérstaklega teknar fyrir í greinargerð sem fylgir lögum um dýravelferð en þær eru sagðar valda dýrum óþarfa þjáningu. Samkvæmt lögunum er bannað að nota slík tól. „Það er túlkun Matvælastofnunar, sem staðfest er af ráðuneytinunu, að það er í andstöðu við lögin að nota límgildurnar. Lagabókstafurinn er ekki nægilega skýr hvað varðar bann á sölu og dreifingu. Þess vegna höfum við ekki getað gengið hart fram hvað það varðar. Við höfum sannarlega fylgt eftir öllum ábendingum um notkun og það er augljóslega óæskilegt að selja gildrur sem bannað er að nota,“ segir Þóra.
Dýraheilbrigði Verslun Bensín og olía Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira