Er á Íslandi en má ekki fara heim til að hjálpa konunni með börnin þeirra fjögur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 08:00 Björgvin Páll Gústavsson með syni sínum eftir sigur í bikarúrslitaleiknum í haust. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er að undirbúa sig fyrir sitt fimmtánda stórmót með íslenska landsliðinu en vegna kórónuveirunnar er undirbúningurinn afar sérstakur þetta árið. Hingað til hefur Björgvin Páll getað verið heima hjá sér á meðan íslenska liðið er að æfa hér á landi en það er ekki þannig núna. Íslenska liðið hefur verið æfingar hér á landi frá 3. janúar eða í eina viku en Björgvin Páll þurfti að kveðja konuna og börnin þeirra fjögur þegar lokaundirbúningurinn hófst. Íslenski hópurinn fór nefnilega inn í sóttvarnarkúlu og gistir á hóteli fram að brottförinni á Evrópumótið á Ungverjalandi á morgun. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Björgvin Páll ræddi þessa fjarveru sína frá heimilinu í viðtali við Ríkisútvarpið en það er ekki langt síðan að hann og eiginkonan Karen Einarsdóttir eignuðust sitt fjórða barn saman. Björgvin og Karen eiga fjögur börn á skóla- og leikskólaaldri og hann sagðist í viðtalinu hafa meiri áhyggjur af því að kórónuveiran berist inn á heimili þeirra en inn í íslenska landsliðshópinn. Emma dóttir þeirra verður níu ára á árinu og tvíburarnir Emilía og Einar urðu fjögurra ára í nóvember. Yngsta barnið er Eva sem hélt upp á eins árs afmæli sitt í lok síðasta árs. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) „Konan mín er bara á sínu EM, smá challenge með fjögur börn. Ég hef meiri áhyggjur af Covid-málum þar af því að ég er mjög fjögur börn á leikskóla- og skólaaldri. Það er mikið af smitum á þeim bæjum,“ sagði Björgvin Páll í viðtalinu. „Ég bíð bara eftir þeim fréttum að þetta sé komið inn á heimilið en „so far, so good“ en ég bara óska henni góðs gengis í því og hún mér hér. Þetta eru okkar tvær baráttur sem við þurfum að herja á sitthvorum staðnum,“ sagði Björgvin en það má hlusta á allt viðtalið með því að smella hér. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Hingað til hefur Björgvin Páll getað verið heima hjá sér á meðan íslenska liðið er að æfa hér á landi en það er ekki þannig núna. Íslenska liðið hefur verið æfingar hér á landi frá 3. janúar eða í eina viku en Björgvin Páll þurfti að kveðja konuna og börnin þeirra fjögur þegar lokaundirbúningurinn hófst. Íslenski hópurinn fór nefnilega inn í sóttvarnarkúlu og gistir á hóteli fram að brottförinni á Evrópumótið á Ungverjalandi á morgun. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Björgvin Páll ræddi þessa fjarveru sína frá heimilinu í viðtali við Ríkisútvarpið en það er ekki langt síðan að hann og eiginkonan Karen Einarsdóttir eignuðust sitt fjórða barn saman. Björgvin og Karen eiga fjögur börn á skóla- og leikskólaaldri og hann sagðist í viðtalinu hafa meiri áhyggjur af því að kórónuveiran berist inn á heimili þeirra en inn í íslenska landsliðshópinn. Emma dóttir þeirra verður níu ára á árinu og tvíburarnir Emilía og Einar urðu fjögurra ára í nóvember. Yngsta barnið er Eva sem hélt upp á eins árs afmæli sitt í lok síðasta árs. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) „Konan mín er bara á sínu EM, smá challenge með fjögur börn. Ég hef meiri áhyggjur af Covid-málum þar af því að ég er mjög fjögur börn á leikskóla- og skólaaldri. Það er mikið af smitum á þeim bæjum,“ sagði Björgvin Páll í viðtalinu. „Ég bíð bara eftir þeim fréttum að þetta sé komið inn á heimilið en „so far, so good“ en ég bara óska henni góðs gengis í því og hún mér hér. Þetta eru okkar tvær baráttur sem við þurfum að herja á sitthvorum staðnum,“ sagði Björgvin en það má hlusta á allt viðtalið með því að smella hér.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira