„Ég get gert mun betur“ Atli Arason skrifar 6. janúar 2022 21:45 Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur Bára Dröfn Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur, var ánægður með níu stiga sigur á Vestra í kvöld en hugur hans var þó aðallega á þá hluti sem liðið getur bætt sig í. „Allir stóðu sig í kvöld og léku vel. Það er samt enn þá miklir möguleikar til að bæta okkur meira. Við héldum okkur við leikplanið og spiluðum hart eins og þjálfarinn bað okkur um í allar 40 mínúturnar. Við getum samt bætt okkur mun meira og það eru tækifæri til þess. Ég er mjög ánægður með sigurinn en það er margt sem við getum gert betur,“ sagði Burks í viðtali við Vísi eftir leik. „Í hverri sókn getum við spilað enn þá harðar ásamt því að bæta ákveðna andlega hluti og talað betur saman, ef við bætum þessa hluti þá getum við sem lið komist upp á næstu hæð,“ svaraði Burks aðspurður af því hvaða hluti Keflavík gæti gert betur í. Calvin Burks var stigahæsti leikmaður vallarins í kvöld með 23 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa eina stoðsendingu. Burks var einnig efstur í framlagi, með 23 framlagspunkta. Þrátt fyrir það telur hann sig eiga mun meira inni. „Mér gekk ágætlega í dag en ég get gert mun betur. Það er líka rými fyrir bætingu hjá mér bæði sóknar- og varnarlega. Ég mun horfa á þennan leik aftur og skoða hvað ég get gert betur.“ Keflavík var að sækja nýjan leikmann, Litháann Darius Tarvydas, sem kemur í stað David Okeke sem sleit hásin. Tarvydas var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í kvöld en hann mun passa vel inn í lið Keflavíkur að mati Burks. „Hann er að passa vel inn. Ég kann mjög vel við hann en við erum búnir að vera saman í ræktinni undanfarið. Ég held að hann verði mjög góð viðbót í liðið okkar, hann er mjög góð skytta og snjall leikmaður. Hann mun passa vel inn í öll kerfin okkar.“ Næsti leikur Keflavíkur, undanúrslitaleik í bikarnum gegn Stjörnunni hefur verið frestað og því eru 15 dagar í næsta leik hjá liðinu. Burks kallar eftir því að Keflavík noti pásuna vel. „Við áttum að spila næsta miðvikudag en þeim leik var frestað. Það er bæði gott og vont að fá pásu, við getum allavega æft vel á þessum tíma, bæði sem lið og einstaklingar. Það verður væntanlega nóg af vídeó fundum og erfiðum æfingum á næstunni,“ sagði Calvin Burks Jr. að lokum með bros á vör. Keflavík ÍF Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira
„Allir stóðu sig í kvöld og léku vel. Það er samt enn þá miklir möguleikar til að bæta okkur meira. Við héldum okkur við leikplanið og spiluðum hart eins og þjálfarinn bað okkur um í allar 40 mínúturnar. Við getum samt bætt okkur mun meira og það eru tækifæri til þess. Ég er mjög ánægður með sigurinn en það er margt sem við getum gert betur,“ sagði Burks í viðtali við Vísi eftir leik. „Í hverri sókn getum við spilað enn þá harðar ásamt því að bæta ákveðna andlega hluti og talað betur saman, ef við bætum þessa hluti þá getum við sem lið komist upp á næstu hæð,“ svaraði Burks aðspurður af því hvaða hluti Keflavík gæti gert betur í. Calvin Burks var stigahæsti leikmaður vallarins í kvöld með 23 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa eina stoðsendingu. Burks var einnig efstur í framlagi, með 23 framlagspunkta. Þrátt fyrir það telur hann sig eiga mun meira inni. „Mér gekk ágætlega í dag en ég get gert mun betur. Það er líka rými fyrir bætingu hjá mér bæði sóknar- og varnarlega. Ég mun horfa á þennan leik aftur og skoða hvað ég get gert betur.“ Keflavík var að sækja nýjan leikmann, Litháann Darius Tarvydas, sem kemur í stað David Okeke sem sleit hásin. Tarvydas var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í kvöld en hann mun passa vel inn í lið Keflavíkur að mati Burks. „Hann er að passa vel inn. Ég kann mjög vel við hann en við erum búnir að vera saman í ræktinni undanfarið. Ég held að hann verði mjög góð viðbót í liðið okkar, hann er mjög góð skytta og snjall leikmaður. Hann mun passa vel inn í öll kerfin okkar.“ Næsti leikur Keflavíkur, undanúrslitaleik í bikarnum gegn Stjörnunni hefur verið frestað og því eru 15 dagar í næsta leik hjá liðinu. Burks kallar eftir því að Keflavík noti pásuna vel. „Við áttum að spila næsta miðvikudag en þeim leik var frestað. Það er bæði gott og vont að fá pásu, við getum allavega æft vel á þessum tíma, bæði sem lið og einstaklingar. Það verður væntanlega nóg af vídeó fundum og erfiðum æfingum á næstunni,“ sagði Calvin Burks Jr. að lokum með bros á vör.
Keflavík ÍF Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti