Innherji

Þjóðmál í samstarf við Innherja

Ritstjórn Innherja skrifar
Þjóðmál og Innherji ætla í samstarf.
Þjóðmál og Innherji ætla í samstarf.

Hlaðvarpsþátturinn Þjóðmál, í umsjá Gísla Freys Valdórssonar, og Innherji hefja samstarf á allra næstu dögum.

Þjóðmál verður framvegis hægt að nálgast á nýrri hlaðvarpsveitu Sýnar sem ber nafnið Tal, en auk þess verður hlaðvarpið sem fyrr aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum og öllum aðgengilegt án endurgjalds.

Þjóðmál hóf göngu sína fyrr á árinu en í þáttunum er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum. Þættirnir hafa vakið verðskuldaða athygli og gjarnan orðið uppspretta frétta á ýmsum sviðum. 

Með samstarfi við Innherja verða efnistök þáttarins og umræða um stjórnmál, viðskipti og efnahagsmál efld enn frekar. 

Þannig verða stjórnendur Innherja reglulegir gestir þáttarins ásamt öðrum sem starfa á vettvangi stjórnmála, í atvinnulífinu og í fjölmiðlum.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×