„Við erum bara nokkuð kát með okkur á þessum tímum“ Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2021 16:44 Nálægð við háskólasvæðið hafði áhrif á val á staðsetningunni. Vísir/kristín Joe & The Juice vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar á bensínstöð Orkunnar við Birkimel í Reykjavík. Verður þetta tíunda útibú Joe and the Juice á Íslandi en keðjan hefur opnað þrjá aðra staði síðasta árið; við Miklubraut, Reykjavíkurveg og í nýja miðbænum á Selfossi. „Það er búið að vera mikið stuð á Joe árið 2021 þrátt fyrir allt og allt,“ segir Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Joe & The Juice. Mikið hefur gengið á í veitingarekstri á Íslandi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og hafði hann mest áhrif á útibú Joe í Leifsstöð og á Laugavegi. Staðnum á Laugavegi var lokað á seinasta ári þegar erlendir ferðamenn yfirgáfu miðborgina. Agla segir að rekstur Joe í Leifsstöð sé nú kominn á fullt eftir um átján mánaða lokun en staðirnir voru þeir söluhæstu áður en faraldurinn setti strik í reikninginn. Bílaþjóðin tekið vel í bílalúgur Agla segir að flugvöllurinn hafi verið mjög stór hluti af starfsemi keðjunnar frá því að staðirnir opnuðu árið 2014. Reksturinn hafi þó eðlilega verið sveiflukenndur undanfarin misseri. „Við erum bara nokkuð kát með okkur á þessum tímum, ég hugsa að það séu ekki margir að opna eins marga staði á þessum tíma en okkur hefur lukkast það,“ segir Agla og bætir við að það sé greinilega eftirspurn eftir þeim vörum sem Joe & The Juice hafi upp á að bjóða. Þá hafi bílalúgustaðirnir við Miklubraut og Reykjavíkurveg vakið mikla lukku meðal Íslendinga og þá ekki síður vegna áhrifa faraldursins. Aðspurð um miðborgina segir Agla að staðsetningin hafi ráðið mestu um þá ákvörðun að loka á Laugavegi. Í staðinn hafi verið ákveðið að veðja á nálægan stað þeirra á Hafnartorgi. Hún segir ekki útilokað að Joe muni gera sig heimakominn í og við Laugaveginn á ný en segir að stjórnendur beini nú frekar sjónum sínum að staðsetningum nálægt meiri íbúðabyggð. Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega. 26. janúar 2021 17:17 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
„Það er búið að vera mikið stuð á Joe árið 2021 þrátt fyrir allt og allt,“ segir Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Joe & The Juice. Mikið hefur gengið á í veitingarekstri á Íslandi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og hafði hann mest áhrif á útibú Joe í Leifsstöð og á Laugavegi. Staðnum á Laugavegi var lokað á seinasta ári þegar erlendir ferðamenn yfirgáfu miðborgina. Agla segir að rekstur Joe í Leifsstöð sé nú kominn á fullt eftir um átján mánaða lokun en staðirnir voru þeir söluhæstu áður en faraldurinn setti strik í reikninginn. Bílaþjóðin tekið vel í bílalúgur Agla segir að flugvöllurinn hafi verið mjög stór hluti af starfsemi keðjunnar frá því að staðirnir opnuðu árið 2014. Reksturinn hafi þó eðlilega verið sveiflukenndur undanfarin misseri. „Við erum bara nokkuð kát með okkur á þessum tímum, ég hugsa að það séu ekki margir að opna eins marga staði á þessum tíma en okkur hefur lukkast það,“ segir Agla og bætir við að það sé greinilega eftirspurn eftir þeim vörum sem Joe & The Juice hafi upp á að bjóða. Þá hafi bílalúgustaðirnir við Miklubraut og Reykjavíkurveg vakið mikla lukku meðal Íslendinga og þá ekki síður vegna áhrifa faraldursins. Aðspurð um miðborgina segir Agla að staðsetningin hafi ráðið mestu um þá ákvörðun að loka á Laugavegi. Í staðinn hafi verið ákveðið að veðja á nálægan stað þeirra á Hafnartorgi. Hún segir ekki útilokað að Joe muni gera sig heimakominn í og við Laugaveginn á ný en segir að stjórnendur beini nú frekar sjónum sínum að staðsetningum nálægt meiri íbúðabyggð.
Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega. 26. janúar 2021 17:17 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega. 26. janúar 2021 17:17