Atvinnulíf

„Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Það grípur Katrínu Jakobsdóttur oft einhvers konar jóla-æði í aðdraganda jóla þar sem hún á það til að þvo gardínur, gera konfekt eða jólaskreyta á næturnar. Enda oft langir dagar í þinginu í desember og lítill tími til undirbúnings jóla. 
Það grípur Katrínu Jakobsdóttur oft einhvers konar jóla-æði í aðdraganda jóla þar sem hún á það til að þvo gardínur, gera konfekt eða jólaskreyta á næturnar. Enda oft langir dagar í þinginu í desember og lítill tími til undirbúnings jóla.  Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt.

Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni.

Hvenær vaknar þú á morgnana?

„Ég vakna alltaf klukkan hálfsjö. Nota tímann til að elda hafragraut og borða morgunmat með drengjunum mínum og drekka kaffi með manninum mínum.“

Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana?

„Það fyrsta sem ég geri á virkum dögum er að kveikja á útvarpinu, taka úr uppþvottavélinni frá því kvöldið áður og setja yfir grautinn.“

Á skalanum 1-10, hversu mikið jólabarn ertu?

Á mig rennur stundum jóla-æði í aðdraganda jóla. Mjög oft er skammur tími til undirbúnings þar sem ég er iðulega föst í þingstörfum fram að jólum. 

En samt sem áður vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni eða gera konfekt eða hlaða einhverju jólaskrauti hingað og þangað. 

Mér finnst gaman á jólum, elska samverustundir með fjölskyldunni og að eiga daga sem fyrst og fremst eru hefðbundnir, borða mat, lesa bók og horfa á mynd.

Þannig að jólabarn, já ég er það, örugglega að minnsta kosti 8.“

Katrín byrjar daginn á því að kveikja á útvarpinu, elda hafragraut og taka úr uppþvottavélinni frá kvöldinu áður.  Og þar sem hún vaknar klukkan hálf sjö, nær hún góðri samverustund með sonum og eiginmanni áður en dagskrá dagsins hefst. Í vinnunni skrifar Katrín lista yfir helstu verkefni og reynir að fresta ekki verkefnum til morguns, ef hægt er að klára þau í dagVísir/Vilhelm

Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?

„Þessa dagana eru það þingstörfin eins og gjarnan fyrir jól og svo auðvitað sóttvarnir sem eru því miður langvarandi viðfangsefni.“

Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu?

Ég skrifa lista um það sem þarf að gera, reyni að fresta því ekki til morguns sem hægt er að gera í dag og reyni að vera einbeitt í því verkefni sem ég er að sinna hverju sinni.“

Hvenær ferðu að sofa á kvöldin?

„Ég fer að sofa milli klukkan tíu og ellefu ef aðstæður leyfa. Það besta er að ná átta tímum.“


Tengdar fréttir

Áskorun að kaupa alltaf tvær gjafir fyrir frúna í desember

Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember.

Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann.

Svefnvenjurnar að vetri eins og opnunartími í Kringlunni

Hera Björk Þórhallsdóttir tónlistarkona og löggiltur fasteignasali segist líka vera almennur „græjari og gerari.“ Til að skipuleggja ólíku verkefnin sín gefur hún þeim heiti í TRELLO eins og FasteignaHera og Ilmur af jólum.

190 ástæður fyrir árangrinum segir forstjórinn og nýkrýndur afi

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, er í því átaki sem margir þekkja að reyna að rjúka ekki strax í símann þegar hann vaknar. Hermann er nýkrýndur afi, fyrsta barnabarnið fæddist í sumar og það næsta á að fæðast á allra næstu dögum. Fjölskyldan stefnir á að sameinast á Ítalíu um jólin.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.