Atvinnulíf

Engin bólusetning ræður við fjölmiðlabakteríuna

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi og fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2 staðfestir að fyrirbærið fjölmiðlabaktería er í alvörunni til og við hana fær ekkert ráðið. Steingrímur byrjar alla daga á því að brosa framan í heiminn og fagna því að vera til. Hann viðurkennir hins vegar að fara helst ekki að sofa á kvöldin, svo mikil B-týpa er hann.
Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi og fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2 staðfestir að fyrirbærið fjölmiðlabaktería er í alvörunni til og við hana fær ekkert ráðið. Steingrímur byrjar alla daga á því að brosa framan í heiminn og fagna því að vera til. Hann viðurkennir hins vegar að fara helst ekki að sofa á kvöldin, svo mikil B-týpa er hann. Vísir/Vilhelm

Steingrímur Sævarr Ólafsson er kunnugt andlit enda starfaði hann lengi í fjölmiðlum, meðal annars sem fréttastjóri Stöðvar 2. 

Steingrímur staðfestir að fyrirbærið fjölmiðlabaktería er til en við hana fær víst ekkert ráðið. Steingrímur starfar í dag sem fjölmiðlaráðgjafi og byrjar hvern dag á því að brosa.

Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem gerist þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni.

Hvenær vaknar þú á morgnana?

„Líkamlega upp úr klukkan sjö. Andlega svona um það bil tíu mínútum síðar!“

Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana?

„Brosi framan í heiminn, fagna því að bæta við einum degi í líf mitt og hlakka til að vera til.“

Einu sinni fréttamaður og fréttastjóri: Er eitthvað til í alvörunni sem heitir fjölmiðlabaktería eða fréttafíkill?

Uhhhh...já! 

Þetta er baktería sem engar bólusetningar í heiminum duga við.“

Steingrímur segir vélritunarkennsluna úr Verzló og tæplega þrjátíu ára blaðamannareynslu koma sér vel í þeim verkefnum sem hann vinnur. Þá byrjar hann á því að safna upplýsingum, meltir þær í huganum í nokkurn tíma en er síðan eldsnöggur að koma þeim frá sér á blað þegar niðurstaða liggur fyrir. Vísir/Vilhelm

Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?

„Trúnaður er lykilorðið í mínum bransa, svo hér koma engar upplýsingar, en næstum öll verkefnin eru stórskemmtileg, hvert með sínum hætti.“

Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu?

Fæ eins mikið af upplýsingum og ég get, drekk þær í mig og svo hefst meltingartímabil sem fer fram í höfðinu á mér. 

Þegar úrvinnslu þar er lokið, kemur vélritunarkennslan úr Verzló og tæplega þrjátíu ára blaðamannareynsla sér vel og niðurstaðan er sett á blað.“

Hvenær ferðu að sofa á kvöldin?

„Helst ekki bara. Ég er B-manneskja að eðlisfari og vil helst vaka sem lengst. Ég kemst upp með að sofa lítið og þakka Guði reglulega fyrir það.“


Tengdar fréttir

Svefnvenjurnar að vetri eins og opnunartími í Kringlunni

Hera Björk Þórhallsdóttir tónlistarkona og löggiltur fasteignasali segist líka vera almennur „græjari og gerari.“ Til að skipuleggja ólíku verkefnin sín gefur hún þeim heiti í TRELLO eins og FasteignaHera og Ilmur af jólum.

190 ástæður fyrir árangrinum segir forstjórinn og nýkrýndur afi

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, er í því átaki sem margir þekkja að reyna að rjúka ekki strax í símann þegar hann vaknar. Hermann er nýkrýndur afi, fyrsta barnabarnið fæddist í sumar og það næsta á að fæðast á allra næstu dögum. Fjölskyldan stefnir á að sameinast á Ítalíu um jólin.

Liverpool bestir í svarthvíta Finlux túbusjónvarpinu með pabba

Í fimmtán ár hefur Hugi Sævarsson, framkvæmdastjóri Birtingahússins, verið í karlahópi í ræktinni sem hefur það markmið að endast lengur á dansgólfinu en aðrir. Fótboltaáhuginn hefur fylgt honum alla tíð en í vinnunni leggur hann áherslu á forgangsröðun verkefna.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.