Viðskipti innlent

Ei­ríkur Örn, Freyr og Sig­rún ráðin til Sorpu

Atli Ísleifsson skrifar
Eiríkur Örn Þorsteinsson, Sigrún Haraldsdóttir og Freyr Eyjólfsson.
Eiríkur Örn Þorsteinsson, Sigrún Haraldsdóttir og Freyr Eyjólfsson. Sorpa

Eiríkur Örn Þorsteinsson, Freyr Eyjólfsson og Sigrún Haraldsdóttir hafa verið ráðin til Sorpu.

Í tilkynningu frá Sorpu segir að Eiríkur hafi verið ráðinn í starf sérfræðings í fræðslu og miðlun, Freyr í starf verkefnastjóra hringrásarhagkerfisins og Sigrún í starf verkefnastjóra á skrifstofu framkvæmdastjóra. 

„Ráðningarnar eru hluti af aukinni áherslu SORPU á fræðslu og miðlun upplýsinga til almennings, þeirrar lykilstöðu sem SORPA er í við innleiðingu hringrásarhagkerfisins á Íslandi og þeirra verkefna sem samlagið tekur þátt í á sviði úrgangsmála á höfuðborgarsvæðinu.

Eiríkur er grunnskólakennari frá Háskóla Íslands að mennt me áherslu á náttúrufræði. Hlutaafnáminutókhann í skiptinámi við Háskólann í Stokkhólmi. Eiríkur hefur starfað sem kennari í Vesturbæjarskóla og Laugalækjarskóla, þjónustufulltrúi hjá Orkuveitu Reykjavíkur og starfsnemi hjá Íslandsstofu. Eiríkur er auk þess að ljúka meistaranámi í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands.

Freyr hefur starfað sem samskiptastjóri hjá Terra og unnið að ýmsum verkefnum er varða flokkun og endurvinnslu. Hann á að baki áralanga reynslu í fjölmiðlum, lengst af sem frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV. Freyr er með meistarapróf í stafrænni stjórnun frá Hyper Island í Stokkhólmi, B.A. gráðu í mannfræði og almenn kennsluréttindi frá Háskóla Íslands.

Sigrún er með Bs. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands. Sigrún starfaði sem Data engineering manager hjá CCP, teymisstjóri Novomatic og stýrði innleiðingu á tölvukerfum hjá Actavis og Festi,“ segir í tilkynningunni, en þau hafa öll þegar hafið störf.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×