Verslunarveldi sem endaði með gjaldþroti upp á milljarð Eiður Þór Árnason skrifar 14. desember 2021 16:36 Geysir og tengdar verslanir voru fyrirferðamiklar á íslenskum markaði. Geysir/Mikael Axelsson Skiptum er lokið í þrotabúi Arctic Shopping ehf. og Geysir Shops ehf. en félögin ráku verslanir undir merkjum Geysis. Lýstar kröfur í þrotabú Arctic Shopping námu 724 milljónum króna og 388 milljónum í tilfelli Geysis Shops. Samtals fengust 107 milljónir króna upp í lýstar kröfur upp á 1,1 milljarð króna. 87 milljónir fengust upp í veðkröfur vegna Arctic Shopping og 20 milljónir upp í veðkröfur og sértökukröfur hjá Geysi Shops. Ekkert fékkst greitt upp í forgangskröfur eða almennar og eftirstæðar kröfur. Þetta staðfestir Torfi Ragnar Sigurðsson skiptastjóri í samtali við Vísi en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Skiptum er ekki lokið í fasteignafélaginu Giljastígur ehf. eða móðurfélaginu EJ eignarhaldsfélag ehf. Riðaði til falls Öllum verslunum Geysis var lokað í febrúar og voru verslunarfélögin tvö tekin til gjaldþrotaskipta 1. mars. Geysir Shops rak verslun Geysis í Haukadal en Arctic Shopping verslanir Geysis í Kringlunni, á Skólavörðustíg og Akureyri, Jólahúsið á Hafnarstræti, Fjallräven á Laugavegi og minjagripaverslanir undir merkjum Lundans, Óðins og Thors í miðbæ Reykjavíkur. Töluverðar eignir voru í þrotabúunum, þar á meðal vörulager, innréttingar verslana og lausafé. Hótel Geysir festi kaup á vörubirgðum verslananna og endurvakti upprunalegu Geysisverslunina í húsnæði hótelsins. Aftur má finna Geysisverslun í Haukadal eftir stutt hlé.Vísir/Vilhelm Elín Svafa Thoroddsen, einn eigandi Hótel Geysis, sagði í samtali við Vísi í apríl að fjölskyldan hyggist ekki opna fleiri verslanir undir Geysisnafninu heldur einbeita sér að Haukadalnum. Eftir að verslunarveldið leið undir lok í byrjun árs opnaði athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir útivistarverslunina Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og í Hafnarstræti á Akureyri. Bæði verslunarrýmin hýstu áður verslanir Geysis. Rakel rak áður verslun undir sama nafni í Skólavörðustíg 12 sem vék síðar fyrir Geysir Heima. Þá var Rakel gjarnan nefnd í sömu andrá og eiginmaður hennar Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis verslananna. Rakel tók við Fjallräven-umboðinu frá Arctic Shopping í vor og keypti tengdar vörur af Hótel Geysi sem tilheyrðu áður þrotabúinu. Elín Svafa, einn eiganda Hótels Geysis, sagði í apríl að vörur yrðu áfram framleiddar undir merkjum Geysis. Þó væri ólíklegt að nýir eigendur muni halda úti jafn umfangsmikilli fatalínu. Einnig væri til skoðunar að hefja þróun snyrtivörulínu. „Við erum með hótelið og veitingastaði svo verslunin styður við alla þá starfsemi sem er hérna,“ sagði Elín en fjölskyldan átti áður verslunarhúsnæðið í Haukadalnum og vörumerkið Geysir sem var leigt áfram til verslunarkeðjunnar. Vísir fjallaði ítarlega um ris og fall verslunarveldisins í febrúar. Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Opna Geysi á ný og hefja þróun snyrtivörulínu Hótel Geysir hefur fest kaup á öllum vörubirgðum úr þrotabúi Geysis verslananna og hyggst endurvekja verslunina í Haukadal. Er stefnt að því að opna hana aftur með vorinu og um leið færa vöruþróun merkisins á nýjar slóðir. 7. apríl 2021 16:00 Tekur við og heldur Fjällräven í Geysisfjölskyldunni Athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir stefnir nú á opnun fataverslunarinnar Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og Hafnarstræti á Akureyri. Stendur til að hefja reksturinn á næstu vikum en bæði rýmin hýstu áður verslanir Geysis. 7. apríl 2021 10:07 Verslunarveldi á endastöð Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins. 6. febrúar 2021 09:01 Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira
Samtals fengust 107 milljónir króna upp í lýstar kröfur upp á 1,1 milljarð króna. 87 milljónir fengust upp í veðkröfur vegna Arctic Shopping og 20 milljónir upp í veðkröfur og sértökukröfur hjá Geysi Shops. Ekkert fékkst greitt upp í forgangskröfur eða almennar og eftirstæðar kröfur. Þetta staðfestir Torfi Ragnar Sigurðsson skiptastjóri í samtali við Vísi en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Skiptum er ekki lokið í fasteignafélaginu Giljastígur ehf. eða móðurfélaginu EJ eignarhaldsfélag ehf. Riðaði til falls Öllum verslunum Geysis var lokað í febrúar og voru verslunarfélögin tvö tekin til gjaldþrotaskipta 1. mars. Geysir Shops rak verslun Geysis í Haukadal en Arctic Shopping verslanir Geysis í Kringlunni, á Skólavörðustíg og Akureyri, Jólahúsið á Hafnarstræti, Fjallräven á Laugavegi og minjagripaverslanir undir merkjum Lundans, Óðins og Thors í miðbæ Reykjavíkur. Töluverðar eignir voru í þrotabúunum, þar á meðal vörulager, innréttingar verslana og lausafé. Hótel Geysir festi kaup á vörubirgðum verslananna og endurvakti upprunalegu Geysisverslunina í húsnæði hótelsins. Aftur má finna Geysisverslun í Haukadal eftir stutt hlé.Vísir/Vilhelm Elín Svafa Thoroddsen, einn eigandi Hótel Geysis, sagði í samtali við Vísi í apríl að fjölskyldan hyggist ekki opna fleiri verslanir undir Geysisnafninu heldur einbeita sér að Haukadalnum. Eftir að verslunarveldið leið undir lok í byrjun árs opnaði athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir útivistarverslunina Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og í Hafnarstræti á Akureyri. Bæði verslunarrýmin hýstu áður verslanir Geysis. Rakel rak áður verslun undir sama nafni í Skólavörðustíg 12 sem vék síðar fyrir Geysir Heima. Þá var Rakel gjarnan nefnd í sömu andrá og eiginmaður hennar Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis verslananna. Rakel tók við Fjallräven-umboðinu frá Arctic Shopping í vor og keypti tengdar vörur af Hótel Geysi sem tilheyrðu áður þrotabúinu. Elín Svafa, einn eiganda Hótels Geysis, sagði í apríl að vörur yrðu áfram framleiddar undir merkjum Geysis. Þó væri ólíklegt að nýir eigendur muni halda úti jafn umfangsmikilli fatalínu. Einnig væri til skoðunar að hefja þróun snyrtivörulínu. „Við erum með hótelið og veitingastaði svo verslunin styður við alla þá starfsemi sem er hérna,“ sagði Elín en fjölskyldan átti áður verslunarhúsnæðið í Haukadalnum og vörumerkið Geysir sem var leigt áfram til verslunarkeðjunnar. Vísir fjallaði ítarlega um ris og fall verslunarveldisins í febrúar.
Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Opna Geysi á ný og hefja þróun snyrtivörulínu Hótel Geysir hefur fest kaup á öllum vörubirgðum úr þrotabúi Geysis verslananna og hyggst endurvekja verslunina í Haukadal. Er stefnt að því að opna hana aftur með vorinu og um leið færa vöruþróun merkisins á nýjar slóðir. 7. apríl 2021 16:00 Tekur við og heldur Fjällräven í Geysisfjölskyldunni Athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir stefnir nú á opnun fataverslunarinnar Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og Hafnarstræti á Akureyri. Stendur til að hefja reksturinn á næstu vikum en bæði rýmin hýstu áður verslanir Geysis. 7. apríl 2021 10:07 Verslunarveldi á endastöð Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins. 6. febrúar 2021 09:01 Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira
Opna Geysi á ný og hefja þróun snyrtivörulínu Hótel Geysir hefur fest kaup á öllum vörubirgðum úr þrotabúi Geysis verslananna og hyggst endurvekja verslunina í Haukadal. Er stefnt að því að opna hana aftur með vorinu og um leið færa vöruþróun merkisins á nýjar slóðir. 7. apríl 2021 16:00
Tekur við og heldur Fjällräven í Geysisfjölskyldunni Athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir stefnir nú á opnun fataverslunarinnar Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og Hafnarstræti á Akureyri. Stendur til að hefja reksturinn á næstu vikum en bæði rýmin hýstu áður verslanir Geysis. 7. apríl 2021 10:07
Verslunarveldi á endastöð Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins. 6. febrúar 2021 09:01
Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45