Jól

Jólamolar: „Fæ ennþá samviskubit yfir að hafa kíkt í pakkann“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa
Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður er nýkominn heim af veitingarekstursráðstefnu í New York.
Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður er nýkominn heim af veitingarekstursráðstefnu í New York. Vísir/Vilhelm

Sigmar Vilhjálmsson er mikið jólabarn og elskar að eyða tíma í eldhúsinu á aðfangadag. Hann eyddi síðustu dögum í New York og þó að þar hafi verið einstaklega jólalegt, jafnist það ekkert á við jólin á Íslandi og íslensku jólalögin. 

Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap.

Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch?

Allan daginn sem Elf.

Hver er þín uppáhalds jólaminning?

Jólin 1986, þegar allir bræðurnir ásamt fjölskyldum mættu heim á Egilsstaði. Minnir á opnunaratriðið í Home Alone.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?

Fjarstýrður bíll sem ég sá með að opna pakkann daginn fyrir aðfangadag. Fæ ennþá samviskubit yfir að hafa kíkt í pakkann.

Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið?

Hef aldrei fengið slæma jólagjöf.

Hver er uppáhalds jólahefðin þín?

Jólamandlan er í uppáhaldi.

Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?

It's beginning to look a lot like Christmas

Hver er þín uppáhalds jólamynd?

Love Actually

Hvað borðar þú á aðfangadag?

Graut, rjúpu, hreindýralund og jólaís, heimagerður.

Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár?

Hvítra jóla og samverustunda með fjölskyldunni. Og góða bók.

Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér?

Aðfangadagsmorgun þegar ég byrja að dudda í eldhúsinu og allir vakna til lífsins.

Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin?

Við ætlum að fara á Jómfrúnna og síðan á Jólatónleika með Baggalút, það verður gaman.

Eitthvað annað skemmtilegt sem þú vilt koma á framfæri?

Jólagjöfin í ár er samverustund með fjölskyldunni, hún fæst á www.minigardurinn.is 


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: Jólakúlur, glimmer og Disney World

Það styttist í jólin og er ljóst að Íslendingar eru flestir að komast í smá jólaskap. Þeir sem ekki eru búnir að finna jólaandann geta skoðað allt jólaefnið okkar hér á Lífinu, en við birtum daglega jólalög, jólaviðtöl og fleira skemmtilegt.

Jóla­­­molar: Er ekki týpan sem skiptir gjöfum

Selma Björnsdóttir er einstaklega mikið jólabarn. Það er nóg að gera hjá henni í desember en fyrir utan almennan jólaundirbúning syngur hún á alls þrettán jólatónleikum ásamt því að stýra athöfnum hjá Siðmennt og leikstýra. Þá fer hún einnig með hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðinni sem frumsýnd verður á RÚV á annan í jólum.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.