Jól

Jólalögin komin í loftið á Létt Bylgjunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mariah Carey mun án efa koma við sögu á Létt Bylgjunni í aðdraganda jólanna.
Mariah Carey mun án efa koma við sögu á Létt Bylgjunni í aðdraganda jólanna. Getty Images

Hlustendur Létt Bylgjunnar hafa einhverjir tekið eftir því að allt varð jólalegra í dag. Jólalögin fóru í spilun á útvarpsstöðinni á hádegi og eru spiluð í bland við önnur lög fram í desember.

„Þá förum við á fullt í að spila bara jólalög,“ segir Ásgeir Þór Sigurðsson verkefnastjóri á Bylgjunni.

„Fólk bíður alltaf spennt eftir að jólalögin fara í gang og reyndar eru margir sem myndu vilja fá jólalögin enn fyrr í loftið.“

Ásgeir merkir þessa eftirspurn á fyrirspurnum hlustenda á Facebook-síðu Létt Bylgjunnar. Þar geta hlustendur sömuleiðis óskað eftir sínum uppáhaldsjólalögum.

Hér er hægt að hlusta á Létt Bylgjunna á vefnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.